Unga Ísland - 01.12.1947, Page 44
34
stóran hvítan hatt situr á einhvers konar þúfu á leiksvið-
inu sunnanverðu, undir klettavegg, alein. Hún beygir sig
niður, tekur upp ánamaðk og slítur hann í sundur með
berum höndunum. Síðan þurrkar hún sér um hendurnar á
fínum klút, sem hún stingur í barminn. —
í þann tíma, annan vetur minn í Menntaskóla, hugsa ég,
að ég hafi ekki verið uppvægari fyrir tilfinningum ána-
maðksins en aðrir strákar í Vesturbænum, sem tíndu ána-
maðka á túnunum og ræktuðu í stórum stíl til að brytja
þá í sundur og þræða bútana upp á öngla laxveiðimanna.
Þetta var verzlunarvara, og beztir þóttu ánamaðkar langir
og digrir frá náttúrunnar hendi — þeir þurftu ekki að
liggja eins lengi í mosa, mjólk og hvítasykri. En umrætt
leikkvöld tók a. m. k. einn kaupmaður úr Vesturbænum
sinnaskiptum við að horfa á lífsdrama ánamaðksins í hinum
beru, hvítu hremdarklóm konunnar. Síðan hefur mér þótt
nokkurs um það vert að geta sneitt fram hjá þessum kvik-
indum, þegar þau iiggja í hrönnum á götunni eftir nætur-
regn á vori. —
Gleymt er allt annað úr leiknum: Skammbyssuskot á
Melunum, álfadansinn, ræðuhöld á Þingvöllum og sjálf kon-
ungsglíman, öll spennandi leikatriði og allar persónur leiks-
ins, nema ein persóna í ákveðinni leikathöfn. Allt þetta var
mér sem nýtt, er ég las leikritið fyrir skemmstu, og rak mig
satt að segja í rogastanz, er ég kom að leikatriðinu um ána-
maðkinn. Höfundurinn mælir svo fyrir, að leikkonan slíti
hann sundur með tönnunum. —
Frú Stefanía lék Heklu, stúlkuna í leiknum, veturinn
1917—18. Hún brá út af leikfyrirsögn höfundarins eins og
Eleonora Duse í hlutverki Heddu Gabler, og fyrir það verð-
ur ekki synjað, að handtök hennar voru áhrifarík. Á öðr-
um stað hef ég séð þess getið, að frú Stefanía kunni að
beita höndunum eftirminnilega í leik. Klemens Jónsson,
hinn ágæti leikhúsmaður, sagði í ræðu á 25 ára leikafmæli