Unga Ísland - 01.12.1947, Blaðsíða 45
35
frú Stefaníu: „Tókuð þið eftir, hvernig hún teygði fingurna
fram, þegar hún kom úr fjallinu, langa orðna af spunanum
og áfergju eftir að klófesta gullið?“ Aðrar leikkonur, sem
ég hef séð leika Úlrikku í Kinnarhvolssystrum, komu úr
fjallinu með harðkrepptar gigtarhendur, frú Stefanía hvítar,
teygðar spunahendur. —
Mér finnst snilligáfa frú Stefaníu Guðmundsdóttur sem
leikkonu koma ljóslega fram í þessum tiltektum handanna,
og mér finnst ekki úr vegi, að líkja henni í því efni til beztu
leikkvenna. A voru leiksviði þekki ég aðeins eina leikkonu,
sem tekizt liefur að ná sömu áhrifum með leik handanna
og frú Stefanía. Það er Gunnþórunn Halldórsdóttir, og er
mér þá einkum minnisstætt leikatriði í Jósafat eftir Einar
H. Kvaran, þegar Gríma gamla raðar fáeinum tóbakskorn-
um á handarbakið og tekur í nefið áður en hún leysir ofan
af skjóðunni við kúgara sinn, Jósafat kaupmann. Það var
innlegg í sögu verkakvenna á Islandi.
I endurmiriningar skólapilts verður ekki leitað til þess
að fá heillega mynd af leikkonunni. Fyrir nú utan það, að
endurminningarnar eru glompóttar, var maður ekki fastur
leikhúsgestur þessi árin. Með vissu tel ég mig hafa séð þessi
Ieikrit, en í þeim, sem hér eru skáletruð, hafði frú Stefanía
hlutverk: Hadda-Padda og Tengdapabbi (1915—16), Ný-
ársnóttin (1916—17), Konungscjlíman (1917—18), Lénharð-
ur fógeti og Ævintýri á //önguför (1918—19), Fjalla-Ey-
vindur (19'20—21), Kinnarhvolssystur og Tmyndunarveikin
(1921—22). Hlutverkin í tveimur síðustu leikritunum, Úl-
rikka og Toinette, eru í flokki út, af fyrir sig. Veturinn fyrir
stúdentspróf hafði maður svo sem kynnzt leiksviðinu af
eigin raun, vegna skólaleiksins, og var þá eins og farinn að
liuga að því, sem þar fór fram. Samt er svo mikil móða yfir
öllum þessum leikhúsminningum, að ekki verður á þeim
byggl. Þess gerist heldur ekki þörf, aðrir eru til frásagnar
um list frú Stefaníu, aðeins minnist ég þess þakklátum
3*