Unga Ísland - 01.12.1947, Qupperneq 47
37
mynd leikkonunnar í vitund þjóðarinnar, er óravegur, og
þó sáu gleggstu menn, að unga stúlkan bjó yfir óvenjuleg-
um hæíileikum. Einar H. Kvaran kom til Reykjavíkur eftir
14 ára útivist í öðrum löndum. Hann sá Stefaníu leika á
18. aklursári hennar. Hann gleymdi allri gagnrýni, „þegar
fyrsta kvöldið, sem ég sá hann leika, var ég ekki í neinum
vafa um það, að hér var á ferðinni hæfileiki, sem skipa
mátti á bekk með því bezta í veröldinni, ef hann fengi að
njóta sín að fullu“. (Eimreiðin, 1926). Þetta álit hins reynda
leikhúsmanns virðist skjóta skökku við þá staðreynd, að
hann varð fyrstur leikdómara bæjarins til þess að hirta frú
Stefaníu fyrir frammistöðu á leiksviði. Hann segir um leilc
hennar í hlutverki Láru í Ævintýri á gönguför, „að engan,
sem hefði aðeins séð Stefaníu Guðmundsdóttur sem Láru,
myndi gruna, að hún hefði minnstu leikgáfu“. En hér ligg-
ur fiskur undir steini. Annar glöggur leikdómari, Vilhjálmur
Jónsson póstafgi-eiðslumaður, hafði sagt: „Það er einmitt
unga, saklausa, glaðlynda stúlkan, sem á bezt við hennar
leikgáfu“; bætir liann síðan við um leik frú Stefaníu í Láru-
hlutverkinu: „Það er ekki síður unga, saklausa, alvarlega
stúlkan, sem á fullt eins vel við leikgáfu hennar, eða með
öðrum orðum, að hún getur í leik sínum látið eins vel í ljós
sanna tilfinning, gleði og alvöru“. Dómur Vilhjálms er sam-
hljóða almenningsálitinu, „frú Stefaníu lætur bezt að sýna
ungar stúlkur“ (Óðinn, 1. ár). Dómur Einars H. Kvaran
um sama hlutverk er byggður á þeirri sannfæringu leik-
dómarans, að leikhæfileikar Stefaníu hafi enn ekki fengið
að njóta sín að fullu í þessum ungmeyjarhlutverkum. XJpp
úr aldamótunum verður líka stefnubreyting í list frú
Stefaníu. Þá voru leiðbeinendur hjá Leikfélagi Reykjavíkur
þeir Einar H. Kvaran og Bjarni Jónsson frá Vogi, en það
er þessum mönnum fyrst og fremst að þakka, fortölum
þeirra og vísbendingum, að frú Stefanía einskorðaði ekki