Unga Ísland - 01.12.1947, Page 49
39
III.
I afmælisvísum til frú Stefaníu á afmæli hennar 1914
orti Þorsteinn Erlingsson til hennar:
Og þökk fyrir stundirnar; þar var hlýtt,
og þökk fyrir útsýnið, nýtt og vítt,
með sólina á vorheiði sínu
og Ijós yfir landnámi þínu.
Landnám frú Stefaníu á íslenzku leiksviði var stórt og
víðfeðmt. Sumum hinum beztu mönnum virtist hún eiga
landið allt. ,Eeiklistin á Islandi er landnám Stefaníu“.
Raunsæismönnum eins og Þorsteini Erlingssyni og Einari
H. Kvaran gat virzt hlutur hennar stærri en annarra. Þeir
sáu hana fara eldi um ónumið land á leiksviðinu hér, þegar
hún lék kvenhlutverkin í fyrstu leikritum raunsæisstefn-
unnar, sem hér voru sýnd. Leikaðferð hennar féll við efnið.
Klemenz Jónsson hefur brugðið upp augnabliksmynd af
leildconunni í hlutverki þvottakonu í ómerkilegu leikriti
sem hann telur vera, „Lygasvipum“ eftir Stellan Rye. „Eg
veit“, segir hann, „að frú Stefanía getur ekki hafa séð liana
gömlu maddömu Andersen, ræstingarkonuna á 6. gangi á
Garði í minni verutíð þar, fyrir um 35 árum, en þarna var
hún gamla maddama Andersen þó lifandi afturgengin, þeg-
ar hún lá við skólpfötuna og var að tjá manni raunir sínar“.
-— Einkennilegt er, að leikkonan entist jafnframt til að leika
Trínu í stofufangelsinu yfir 60 sinnum, síðast á Akureyri
1915.
Leiðum nú Benedilct Gröndal sem vitni um ástandið í leik-
listarmálum höfuðstaðarins um aldamót 1900. I „Reykja-
vík um aldamótin 1900“ segir hann: „Ekki dugar að leika
annað en það, sem vekur hlátur; fólkið heldur að það eigi
ekki annað að gera en hlæja; enda eru leikendurnir ekki
færir um að sýna tign og alvöru, til þess vantar hér allt á