Unga Ísland - 01.12.1947, Síða 53
43
bænum og fóru framhjá listakonunni, sem var kjörin til að
leiða þær til sætis á gestabekk hins íslenzka leiksviðs. Hún
lék Toinette 1910 með æskufjöri og galsa og hún lék það
hlutverk enn 1922, eitt með síðustu hlutverkum hennar.
í engu mátti sjá á henni þreytumerki eftir erfiða leikför
til Ameríku og vanheilsu, sem gert hafði boð á undan sér.
I ímyndunarveikinni átti hún sér samboðna mótleikara,
Árna Eiríksson og Friðfinn Guðjónsson, í öðru Moliers-leik-
riti, Tartuffe, þar sem hún hefði verið sjálfkjörin Elmire,
var enginn Tartuffe. Þess vegna fengum vér aldrei að sjá
Elmire og vér fengum heldur ekki að sjá Lady Teazle
(Sheridan: The School for Scandal) og í staðinn fyrir stór-
brotna rómantíska kvenlýsingu Hebbels, Judith, fengum
vér brotasilfur Hauchs, Úlrikku í Kinnarhvolssystrum.
Svona örðugt átti frú Stefanía uppdráttar í listgrein sinni.
En smábærinn Reykjavík gat verið, og var, frú Stefaníu
þakldátur fyrir það, sem hún afrekaði. Hann þakkaði fyrir
útsýnið, nýtt og vítt. Og Stefanía endurgalt þakklætið.
Hún stóð í þakklætisskuld við bæinn og fólkið í bænum.
Sú virðing, sem hún naut fyrir list sína og persónulega fram-
komu, var henni stöðugt tilefni til vandvirkni og hófsemi
í öllum tilburðum á leiksviði. Fyrir þessi beinu áhrif áhorf-
enda öðlaðist list hennar hreinar línur og sterkar og ein-
kennilega fjarvídd í smábæjarlífinu. Á hinn bóginn sótti
leikkonan íyrirmyndir að beztu persónulýsingum sínum til
fólksins í bænum, en þar koma í fremstu röð, eins og gefur
að skilja, kvenhlutverkin í íslenzku leikritunum.
íslenzk leiklist færðist í ásmegin, þegar Jóhann Sigur-
jónsson sendi leikrit sín, Bóndann á Hrauni, Fjalla-Eyvind
og Galdra-Loft, hvert eftir annað til sýningar í Reylcjavík
á árnnnin 1909—1916. Leikendur höfuðstaðarins liöfðu
lengi beðið eftir tækifæri til að leiða fram á leiksviði „egið
þjóðlíf“ eins og Matthías kvað. Hér voru verkefni, sem
ekki varð gengið framhjá með nokkru móti, og þau voru