Unga Ísland - 01.12.1947, Síða 54
44
sannast að segja þakksamlega þegin bæði af leikenaum og
áhorfendum. Onnur leikritaskáld fylgdu lofsamlegu for-
dæmi Jóhanns. Einar H. Kvaran færði leiksviðinu tvö leik-
rit, Lénharð fógeta og Syndir annarra, Guðmundur Kamb-
an sendi Leikfélaginu fyrsta leikrit sitt: Konungsglímuna.
Samtímis voru eldri leikritin, Skugga-Sveinn og Nýársnótt-
in, vakin úr dvala og sýnd á leiksviðinu í Reykjavík.
I öllum þessum leikritum átti frú Stefanía hlutverk, í
flestum höfuðhlutverk eins og Ljót og Steinunni í Bóndan-
um á Hrauni og Galdra-Lofti, Guðnýju og frú Guðrúnu í
Kvarans-leikritunum, Astu og Áslaugu álfkonu í gömlu
leikritunum, Heklu í Konungsglímunni. í öllum þessum
hlutverkum bar leikur hennar af. Með þeim færði hún ís-
lenzku leiksviði þá tign og alvöru, sem hugsjónaskáldið
auglýsti eftir um aldamót. I þessum hlutverkum kannaðist
öll alþýða við sjálfa sig, fann að þau voru afsprengi þjóð-
h'fsins, þjóðtrúarinnar eða þjóðarsálarinnar.
Frú Stefanía gat tekið undir með þjóðskáldinu, Matt-
híasi Jochumssyni: „Ef dramatísk konst á ekki að verða til
tómrar, ef ekki tvíræðrar skemmtunar, ef hún á að verða
iist, sem menntar, fegrar og fullkomnar þjóðlífið — eins og
öll konst á að gjöra — þá verða menn að læra að leika sitt
egið þjóðlíf‘.
Það hafði hún lært.
Með eldi loganda, sem brann upp af raunsæi og skarpri
athygli, fór hún um nýtt land hér á leiksviðinu, og hún
byggði það konum eins og Ljót, Steinunni, Guðnýju, Guð-
rúnu, Heklu og álfkonunni byggði hún hamarinn.