Unga Ísland - 01.12.1947, Page 55
Jóhann Sveinsson:
Að yrkja stöku
i.
Islendingum hefur löngum þótt gaman að yrkja stöku.
Margur sveitapilturinn hefur ekki verið svo lítið upp með
sér, þegar honum tókst að smíða fyrstu vísuna, sem honum
fannst vera svo frambærileg, að hún mætti koma fyrir
sjónir almennings, elcki sízt, ef hún væri svo vel gerð, að
hún hlyti viðurkenningu einhvers hagyrðingsins í sveitinni
og annarra skilgóðra manna. Hann liafði þá hlotið vígslu,
og það þótti vegsauki nokkur að vera hagyrðingur, þótt
ekki væri kunnur nema í sinni sveit, enda hafa hagyrðingar
jafnan verið steigurlátir af list sinni.
Alltaf hafa þó aðrir litið öðruvísi á þessi mál. „Bókvitið
er ekki látið í askana“, sögðu gömlu mennirnir. Raunar
voru alþýðuskáldin oft ekki beinlínifc miklir bókvitringar,
en samt var það svo, að mönnum, sem höfðu einhvern
fétopp fyrir nefi, leizt ekki á, að þeir menn, sem við skáld-
skap fengust, yrðu miklir búhöldar. En samt sem áður bar
alþýða þó óttablandna virðingu fyrir þessum mönnum. Ilún
smáði þá og dáði í senn. Einkum héldu góðir búmenn
skáldskapinn lítinn búhnykk, jafnvel vísastan veg til að
komast á vonarvöl. Það mun líka hafa farið svo, að hagyrð-
ingarnir hafa stundum látið vísnagerð og rímnasmíði sitja
meir í fyrirrúmi fyrir búönnunum en góðu hófi gegndi. Að
því lýtur sögn sú um Gísla Konráðsson og Evemíu, konu
hans, er Gísli situr inni og yrkir rímur, meðan kona hans
og börn eru að bjarga töðunni undan rigningu og Evemía
kemur inn og segir: • *