Unga Ísland - 01.12.1947, Síða 57
47
Þótt atburðurinn að öllum líkindum sé skáldskapur einn,
sýnir það gerla hugmyndir höfundar þáttarins um mátt hins
ljóðaða máls. Eitt hið magnaðasta áhrínskvæði átti að vera
Jarlsníð, sem Þorleifur jarlaskáld orti um Hákon Hlaða-
jarl, eins og að var vikið í þessari frásögn, en því miður hef-
ur sama og ekkert varðveitzt af því kvæði, aðeins tvær
braglínur í þætti Þorleifs. Grímur Thomsen segir í sam-
nefndu kvæði um þennan atburð:
Enginn skyldi skáldin styggja;
skæð er þeirra hefnd.
Það er alkunnugt, að flest spakmæli eru að einhverju
leyti bundið mál, að minnsta kosti stuðlað. Sama er að
segja um sumt í íornum lögum, svo sem griðamálana í
Grágás, Heiðarvíga sögu og Grettis sögu, er notaðir voru
til að mæla fyrir griðum. Þ. e. að friður skyldi haldast
með mönnum, t. d. meðan þing stæði, eða dagstund, meðan
margir voru saman komnir.
Svo virðist sem ýmis spakmæli, töfraþulur og formálar
liafi í öndverðu verið nokkuð laus í böndum, en hafi meira
og minna runnið í skorður stuðla og ríms, eftir því sem
aldir liðu. Maður þekkir sum spakmæli, er síðar hafa verið
g'reypt í vísur, ýmist af þekktum eða óþekktum höfundum.
Stuðlun er að vísu ævaforn fylgja norræna og germanska
kynþáttarins yfirleitt, svo að margt þessa kyns er óragam-
alt, en rím, einkum endarím kemur löngu síðar. Margt, sem
mamman og amman hefur raulað við litla snáðann sinn eða
litlu spáðuna sína, hefur ekki verið ýkja fast að formi og
sízt að hugsun, og svo er raunar um sumt, sem enn er varð-
veitt af því tagi. En þjóðin var svo Ijóðelsk, að hinar óbeizl-
uðu hugsanir, ímyndunarafl og tilfinningaauður leitaði ríms
og stuðla, ýmist sjálfrátt eða ósjálfrátt hjá þeim, sem fyrst
raulaði vísuna, eða aðrir ljóðhagari, vitandi eða óvitandi,