Unga Ísland - 01.12.1947, Page 62
52
þessu verður bilið milli stuðla aldrei meira en einn brag-
liður (tvo atkvæði), en minnst eitt atkvæði, ef stuðlar
standa í næstu bargliðum hvorum eftir annan. Ekki mega
stuðlarnir vera fleiri en tveir. Hljóma þeir þá ekki lengur
saman, heldur rekast á, svo að úr verður misræmi. I næstu
braglínu þarf höfuðstaf. Skal hann jafnan vera í fyrsta
áherzluatkvæði (venjulega í fyrsta atkvæði). Stuðlar og
höfuðstafur heita til samans Ijóðstafir eða hljóðstafir, og
skal þess getið fyrir þá, sem ekki hafa gott brageyra, að
Ijóðstafir eru stafir með sama eða líku hljóði, sem standa
fremst í áherzluatkvæðum samkvæmt þeim reglum, sem
áður eru nefndar. Ef samhljóð eru notuð í ljóðstafi, verða
þeir allir þrír að vera sömu tegundar. K hljómar aðeins við
k, m við m o. s. frv. En öll sérhljóð mynda ljóðstafatengsl
sín á milli. Nú hefur pilturinn séð fyrir ljóðstöfum í fyrri
helmingi vísunnar. Hvor vísuhelmingur er heild fyrir sig
um ljóðstafi. Verður hann því að yrkja upp á nýjan stofn
um síðari helminginn, og eru ljóðstafirnir settir á sama hátt
og í hinum fyrri. Þá verður hann að hugsa eitthvað fyrir
ríminu. í ferskeyttum hætti er endarím þannig, að víxl-
rímuð er fyrsta braglína móti þriðju og önnur móti fjórðu,
t. d. hlýtt: nýtt, dalinn: smalinn, eins og þessi vísa sýnir:
Vorið góða, grænt og hlýtt
græðir fjör um dalinn.
Allt er nú sem orðið nýtt,
ærnar, kýr og smalinn.
Einnig verður hann að hafa ákveðna lengd á braglínun-
um. I vísunni hér á undan eru fjórar bragliðir (einn stýfður)
í stöku braglínunum, en þrír í hinum jöfnu, og svo er í öll-
um ferskeyttum háttum. Þeir, sem brageyra hafa, þurfa
auðvitað engar reglur að kunna. Þeir yrkja rétt af brjóst-
vitinu einu.