Unga Ísland - 01.12.1947, Síða 63
53
Þetta, sem nú hefur verið nefnt, eru aðeins frumstæð-
ustu skilyrði fyrir rétt kveðinni vísu, aðeins formið. En
þótt menn hafi ekki heimtað mikinn skáldskap, hefur þess
þó jafnan verið krafizt, að einhver vitglóra væri í vísunni.
En þá kemur vandinn mesti, sem mörgum hefur orðið hált
á. Nú verður að velja ljóðstöfuðu orðin þannig, að þau falli
inn í meginhugsun vísunnar. En ekki leggja þau ávallt á
lausu orðin, sem byrja á réttum staf eða séu svo mörg at-
kvæði, sem við á. Líkt er að segja um rímið. Þó að unga
skáldið finni orð, sem ríma saman, stoðar það lítt, ef þau
falla ekki inn í rétt hugsunartengsl við önnur orð vísunn-
ar. Er því mikils vert að vera orðmargur og hafa þau til-
tæk. Á erlendum málum eru til söfn rímorða, og sum ís-
lenzk skáld munu hafa skrifað slík orð hjá sér til hægðar-
auka. Mörgum hagyrðingnum hafa hindranir þessar orðið
að fótakefli, og hann hefur notazt við meiningarlaus orð eða
röng til uppfyllingar, til þess að rím og stuðlar héldust í
réttum skorðum. Fyrir mann, sem lítið eða ekkert hefði
heyrt af bundnu máli, eða útlending, yrði allt þetta næsta
torvelt, en þeim, sem drukkið hafa inn í sig með móður-
wjólkinni ljóðstöfun, fallandi og rím, verður þetta furðu
auðvelt. Þeir finna undir eins, hvort vísan sé í liljóðstöfum
°g hendingum. Hinir fyrrnefndu yrðu að yrkja eftir lærð-
Um reglum, sem kosta mundi geysilegt erfiði og aðgæzlu,
°g mætti þó búast við, að vísan yrði kaldhömruð og líf-
laus. Að vísu hafa útlendingar stöku sinnum ort með ljóð-
stöfum á íslenzka vísu, t. d. danska sköldið Öhlenschláger,
sem orti Harald Hyldetand eftir íslenzkum bragreglum, en
varla hefur það verið tekið út með sældinni.
Þótt nú öllum þessum skilyrðum, sem nú hafa verið
nefnd, sé fullnægt, þ. e. formið rétt, og einhver hugsun í
vísunni, getur hún samt verið nauða léleg, laus við alla
snilli og hnyttni, að ég tala ekki um skáldlegt gildi. Þá
kemur að því, sem hagyrðingurinn getur sízt gefið sér sjálf-