Unga Ísland - 01.12.1947, Side 64
54
ur og sízt er hægt að kenna og erfiðast að vega á algilda
vog. List og andríki verða ekki mæld og vegin í álnum eða
pundum eins og vaðmál eða rúsínur. Vissulega geta menn
glætt fegurðarsmekk sinn, sem þó er ávallt meira og minna
viðmiðaður, og háð sér orðaforða og tamið sér meðferð
efnis og framsetningu, en neistann getur hagyrðingurinn
ekki gefið sér, og enginn dauðlegur maður megnar að veita
honum hann.
Staka er ekki síður listaverk á sína vísu en langt kvæði,
en bygging hennar eða gerð verður að vera nokkuð á aðra
lund. Smáhýsi getur verið eins listrænt og stórhýsi, en ekki
þykir heppilegt að gera þau í sama stíl. Burðarmagn afl-
viðanna eða bitanna, úr hvaða efni sem þeir eru gerðir,
verður líka annað, og jafngildar súlur í litlu húsi og stórri
höll sóma sér illa og eru tilgangslausar. Þar sem vísan er
umfangslítil, mest fjórar braglínur, má helzt ekkert vera
of eða van. Það er ekki efniviðurinn sjálfur, sem mestu
veldur. Snilli vísunnar er oftast komin undir snjöllu og
sniðugu orðalagi, markvísri hnyttni, leiftrandi líkingum og
innfjálgum lýsingum. Hún verður að vera stuttorð og
meitluð. Oft og tíðum er það einhver lýsandi líking, sem
lyftir stökunni og Ijær henni vængi. Aðeins eitt orð eða
setning veitir henni þann litblæ, sem hún stendur eða fell-
ur með. Vísa, sem annars er góð, getur orðið mesti óskapn-
aður af einni meiningarlausri braglínu eða jafnvel af einu
orði. Stundum ber það við, að skáldið fer .sauð-meinleysis-
lega af stað, en svo kemur allt í einu eitthvað óvænt, helzt
í endalokin, svo að manni hnykkir við, eða byrjað er í há-
tíðlegum blæ, en svo skiptir vísan snögglega um tón og
endar á einhverju hversdagslegu eða hlægilegu. Slíkar vísur
ná oft sterkum áhrifum. Lesandinn eða hlustándinn verður
að vísu fyrir vonbrigðum. En hann hrekkur upp og fer að
taka eftir. Mjög títt er, að síðari helmingur sé gerður á
undan þeim fyrri og síðan prjónað framan við. Venjulega er