Unga Ísland - 01.12.1947, Síða 65
56
þetta galli, þótt mörg sæmilega kveðin vísa hafi orðið til á
þennan hátt.
IV.
Eg hitti oft gamlan mann, sem yrkir margar vísur dag-
lega, og þylur hann oft yfir mér fjölda vísna í einu. Þykir
mér inntakan oft helzt til stór, en ég slepp sjaldan fyrr en
gamli maðurinn hefur létt rækilega á samvizkunni. Sjaldan
hittist snjöll vísa. Flestar eru þær í meðallagi eða þar fyrir
neðan, lágkúrulegar, orðaval miður smekkvíst, orðunum
bögglað einhvern veginn saman, kenningar margar og vald-
ar af handahófi til að fylla út rímið og áherzlur stundum
rangar, en þær standa jafnan í hljóðstöfum og hendingum,
svo að ekki skeikar. Margar eru þær ortar í gömlum og
hefðbundnum lífsleiðatón. Þær eru yfirleitt bezt gerðar, en
allar í sama dúrnum og eru hárvissar með að æra meðal-
mann, þegar hver rekur aðra. Gamli maðurinn þjáist ekki
af þeirri grillu, að hann sé innblásinn og verður heldur
aldrei útblásinn eins og sum ungu skáldin, sem halda, að
þau hafi meðtekið heilagan anda, ef þau koma saman rím-
lausu og óstuðluðu „kvæði“. Hann segir bara ósköp látlaust:
j.Getur þetta ekki staðizt?“ Meiri kröfur gerir hann aldrei
til vísna, og satt að segja hefur markið oft og tíðum ekki
verið sett hærra, bæði í lausavísum og rímum, og má þá
geta nærri, að árangurinn hefur orðið ærið misjafn.
Eftirtektarvert er það, hve sjaldan hagyrðingar gera sér
rétta grein fyrir, hvort þeim hefur tekizt vel eða illa, og
svo mun á stundum fara þeim, sem stórskáld eru talin. Þeim
finnst oft vísa afburðagóð, ef mikið er í hana borið, lagzt er
djúpt. Vísa, sem glymur vel í eyrum, með miklu orðskrúði
°g pírumpári getur hæglega villt menn í fyrstu, einkum ef
hún er heyrð, en ekki lesin. Ég heyrði eitt sinn allgóðan
hagyrðing hafa yfir vísu eftir sjálfan sig og vera hreykinn
af. Hún er heillaósk til stúlku og er svona: