Unga Ísland - 01.12.1947, Blaðsíða 66
56
Hug gleðjandi hleyptu á sprett,
hátt berandi reiða.
Sleipni andans léttu létt
listgeislandi skeiða.
Þeim, sem á hlýddu, þótti vísan góð. Það þarf varla að
taka það fram, að vísan er nauða ómerkileg, engin sam-
felld hugsun, líkingarnar sín úr hverri áttinni eða sumar
bein vitleysa. Milli líkinga þarf alltaf að vera eitthvert
rökrænt samhengi, og Ijótt þykir að hlaupa úr einni lík-
ingunni í aðra.
Að jafnaði verða vísur, sem eru einfaldar og blátt áfram
og ekki er vandað til vitandi vits, eins góðar eða jafnvel
betri en vísur, sem þaulhugsaðar eru og mikið borið í. Þær
geta að vísu haft einhverja galla, en þær eru oft svo leik-
andi og léttar, að manni finnst, að svona hljóti þær að eiga
vera og ekki öðruvísi. Þannig er því t. d. háttað um margar
vísur frá fyrri öldum vísnagerðarinnar, sem greinilegast
eru afkvæmi dansanna. Hinn létti, heillandi, rómantíski,
suðræni tónn skapar vissan geðblæ, á stundum angur-
blíðan. IJtlenda formleysið er horfið, en blærinn helzt. Pilt-
urinn yrkir til ástmeyjar sinnar úti við „eyjar blár“, eins
segir í þessari vísu:'
Uti er hún við eyjar blár,
en ég er setztur að dröngum.
Blóminn fagur kvenna klár,
kalla ég til hennar löngum.
I þessari vísu er tær og ómenguð lýrik, enda hefur vísan
þótt svo fögur, að fjöldi skálda hefur notað hana í ýmsum
gerðum í viðlög í kvæðum sínum.
Húsgangarnir svo kölluðu, sem margir eru skyldir þessari
vísu, eru sumir eðlislíkir dönsunum, en sá er munurinn, að