Unga Ísland - 01.12.1947, Side 70
60
ig gerður, að síðari helmingurinn kemur sjálfkrafa, ef num-
inn er fyrsti stafur framan af hverju orði í fyrri helmingi
vísunnar, t. d. eins og í þessari vísu, sem ég hef heyrt, að
væri eftir Guðmund Finnbogason landsbókavörð:
Snuddar margur trauður trassinn,
treinist slangur daginn o. s. frv.
Lesendur mínir geta svo fundið síðari hlutann á þann
liátt, sem ég nefndi, ef þá lystir. Þannig hafa hagyrðing-
arnir leikið sér að dýru rími. Er slíkt geysimikil íþrótt, þótt
skáldlegt gildi hafi ekki verið að sama skapi. Er fram liðu
tímar voru fundnir upp nýir og nýir hættir með breyttri
lengd á braglínum og auknu innrími, og afbrigðin urðu nær
óteljandi.
Enda þótt erfitt sé að yrkja dýrar vísur, jafnvel svo dýr-
ar, að öll orð rími saman í fyrra og síðara hluta, koma rím-
orðin oft í góðar þarfir, þegar ekki er svo dýrt kveðið, að
höfundurinn lendi beinlínis í bragnauð. Orðhagur maður,
lítt frumlegur að hugsun, sem mikið hefur heyrt og lesið af
skáldskap og ræður yfir allmiklum orðaforða, getur stund-
um gert mjög laglegar vísur. Það er eins og rímið og stuðl-
arnir yrki fyrir hann. Þetta virðist í fljótu bragði fjarstæða,
en svo er þó ekki með öllu. Þegar hann hefur ort fyrstu
Ijóðlínuna, er að nokkru leyti markað, hvað á eftir komi.
Þótt vísan sé aðeins einföld ferskeytla, ákveður síðasta orð
í fyrstu braglínu síðasta orð í þriðju braglínu, og stuðlarnir
marka nokkurn bás fyrsta orði í næstu (annarri) braglínu.
Nú verður að velja þannig orðin, að vit verði í, en hann
hefur oftast um mörg orð að velja og velur þau eftir viti
sínu og smekk. Þetta verður að sönnu nokltur takmörkun,
en það verður líka þægilegt aðhald, því að þar dettur hann
niður á orð, sem honum hefðu annars ekki í hug komið.
Sigurður Kristófer Pétursson segir í Hrynjandi islenzkrar
«