Unga Ísland - 01.12.1947, Síða 72
62
Þannig lagðar líkingakenningar koma fyrir hjá Bólu-
Hjálmari og Sigurði Bréiðfjörð, og einkum eru vísur Símon-
ar auðugar af þeim.
Hagyrðingar og vísnasmiðir skyldu síður en svo sneiða hjá
fallegum kenningum. Þær geta verið til prýði, ef rétt eru
valdar og ekki notaðar um of.
Ég gat þess fyrr, að oftast verði stökurnar beztar, þegar
þær eru látlausar og einfaldar, og hef ég tekið nokkur dæmi
af húsgöngunum svo kölluðu. Frá upphafi vísna og rímna
kom viðleitnin í vísnagerðinni fram í síauknu, dýrara og
þyngra formi allt fram undir aldamótin 1900, þó að sumir
snillingar eins og Jónas Hallgrímsson, Sigurður Breiðfjörð,
Þorsteinn Erlingsson o. fl. gætu ort liprar og léttar vísur.
Var svo komið, að allt var að kafna í eintómum umbúðum.
Síðan hefur allmikil breyting orðið á vísnagerðinni, og hef-
ur þróunin gengið í þá átt að láta búninginn falla betur að
efninu, röð orðanna verið eðlilegri og kenningar að mestu
leyti horfið. Með því er ekki sagt að form og búningur hafi
verið vanrækt, síður en svo, en tæknin hefur aðeins hnigið
í aðra átt. Orð og setningar hafa einmitt verið meir hnit-
miðuð en áður, búningurinn verið sniðinn þannig, að hlust-
andinn eða lesandinn sæi og skynjaði það, sem skáldið vildi
túlka. Vitaskuld er langt frá því, að allar vísur, sem nú
eru ortar, séu góðar og sumar mesti leirburður. Vísurnar
hafa á ýmsa lund fengið nýjan blæ og nýja tækni, þótt
breytingin sé ef til vill minni en á öðrum kveðskap. Það er
tíðara nú en áður, að fyndni og gaman fái almennt gildi,
en sé ekki einuim kerskni og illkvittnislegt háð um ein-
staka menn. Þá er sú aðferð að koma mönnum á óvart til-
tölulega ungt fyrirbrigði, og hef ég vikið lauslega að því
áður. Vísan hefst mjög hátíðlega, og maður býst við meiri og
meiri speki, en svo fellur hún niður á eitthvað nauða ómerki-