Unga Ísland - 01.12.1947, Blaðsíða 74
64
og honum hitnaði í hamsi, þegar kapparnir, átrúnaðargoðin,
börðust við berserki og tröll, en sem betur fór, báru hinir
fyrrnefndu oftast sigur af hólmi. Þetta var mikill ávinn-
ingur íyrir börnin, því að eftir þetta skildu þau, þegar
þau urðu fulltrða fólk, heiti og kenningar til nokkurrar
hlítar. Þetta létti mörgum síðar að skilja fornkvæðin, því
að rímurnar eru ómissandi liður milli forns og nýs kveð-
skapar. Ég man vel, hvílík hjálparhella rímur og lausavís-
ur reyndust mér, þegar ég fór að lesa fornkvæði í skóla.
Nú á síðustu og verstu tímum sjást merki þess, að all-
margir, að minnsta kosti í Reykjavík og öðrum bæjum
landsins, finni ekki, hvort vísa er rétt stuðluð. Hef ég rek-
izt á nokkra slíka menn. í minni sveit, held ég, að leitun
liafi verið á slíkum mannfénaði, og fór það ekki eftir vitsmun-
um eða lærdómi. Hlýtur þetta að stafa af því, að börnin
heyra lítið af ljóðum, læra þau varla nema af skyldu í skól-
um og lesa þau ekki til skemmtunar, eins og fyrr var gert.
Þó að þetta sé ef til vill fátítt enn, er það ískyggilegt fyrir-
brigði, og svo gæti farið, að þjóðin tapaði með öllu þessum
hæfileika, ef eklci er spyrnt fótum við í tíma. En ég tel það
geysimikla afturför og vott um þjóðernislega og þjóðmenn-
ingarlega hnignun, ef vér týndum þessum sameiginlega
arfi allra germanskra þjóða, sem vér einir höfum varðveitt
til þessa dags.
Litla íslenzka þjóðin er nú í alvarlegri hættu, ekki ein-
ungis af hernaðarlegum átroðningi erlends herveldis, heldur
og menningarlegum. En ekkert veikir meira viðnámsþrótt
þjóðar en glata séreinkennum menningar sinnar, og það er
vís vegur þjóðernislegrar tortímingar, þegar þjóð lætur bók-
menntir sínar fyrir róða, en les reyfara í blóðhráum þýð-
ingum eða les einvörðungu bækur á erlendum málum og
börnin lesa lélega þýddar barnabækur, eðlilega með alút-
lendum hugsunarhætti. Þetta grefur undan innlendri menn-
ingu, svo að þjóðin þolir enga kylju, sem í móti blæs. En