Unga Ísland - 01.12.1947, Page 75
65
ekkert veitir betri viðnámsþrótt en lestur bókmennta fyrri
alda, enda hefur hann haldið við menningu vorri og máli,
sem orðið hafa beittasta vopnið í sjálfstæðisbaráttu vorri,
og ekki sízt hafa rímur og lausavísur haldið tungunni við
og einnig þjálfað hana til annarrar ljóðagerðar.
Engin ellimörk sjást á stökunni. Hún er enn mjög tiltæk
við ýmis tækifæri og tíðkast allmjög hjá háum sem lágum,
þótt nokkru takmarkaðri fjöldi njóti hennar nú á síðustu
tímum, einkum eftir að bæirnir tóku mjög að vaxa. Hún er
liðug í snúningum eins og fjallalækur, og hún er enn ort í
gildaskálum og gleðimótum jafnt og á ögurstundum í ein-
veru, og hún fylgist furðu vel með tímanum, þótt formið
haldist. Lífseigja hennar og þanþol eru svo mikil, að gera
má ráð fyrir, að hún eigi langan aldur í landi, nema því að-
eins að þjóðin verði svo yfirþyrmd af jassi og annarri ame-
rískri afmenningu, að hún tapi leikni tungunnar og missi
brageyra sitt.
Elzta ríma, er tímasett verður noldcurn veginn nákvæm-
h'ga, er Ólafs ríma Haraldssonar, ort af Einari Gilssyni
(lögmanni 1367—’68). Hún er raunar helgikvæði, ort undir
ferskeyttum hætti. Einari finnst þetta nýja form of einfalt
°g íburðarlítið til að lofa hinn heilaga Ólaf og afsakar sig
því við dýrlinginn í niðurlagi rímunnar:
Reiðst þú ei, þó, þengill, þér
þyrði eg vísu að bjóða.
Bið ég Ólaf bjarga mér
við buðlung allra þjóða.
Einar hefur sennilega ekki órað fyrir, að rímurnar yrðu
Jafn fjölskrúðug ljóðagrein og þær urðu og ferskeyttar vís-
llr> sem hann þorði varla að bjóða, yrðu ortar eftir nálega
Sex aldir.
^nga ísland
5