Unga Ísland - 01.12.1947, Page 78
68
enginn gerði sér nánari grein fyrir því. En þegar James
Watt sá lokið lyftast af katlinum í eldhúsi móður sinnar,
spurði hann: „Af hverju lyftist lokið?“ Og honum nægði
eklci svarið um að það væri auðsætt. Hann hugsaði um það
og komst að þeirri niðurstöðu að gufan væri orka, sem
mætti nota til annars en að lyfta loki á tekatli, og hann
hætti ekki fyrr en hann hafði fengið smíðaðan stóran gufu-
ketil, sem gat knúð skip og járnbrautarlestir.
Galileo Galilei var unglingur að aldri þegar hann var við
guðsþjónustu í dómkirkjunni í Písa á Italíu. Hann sá hreyf-
ingu á stóru ljósakrónunni í loftinu, sem nýlega hafði verið
kveikt á, og fór að veita hreyfingunum athygli. Sveiflurnar
voru jafnar til beggja hliða, en fóru hægt og hægt minnk-
andi. Klukkur og úr voru ekki til í þá daga. Til þess að
mæla sveiflutímann tók Galileo um æðina. á úlnlið sínum
og bar æðaslögin saman við sveifluhraðann. Hann tók eftir
því, að þótt sveiflurnar minnkuðu, tók hver sveifla jafn-
langan tíma fyrir því. Seinna gerði hann tilraunir út frá
þessari athugun og fann að sveiflutíminn er kominn undir
lengd pendúlsins og að því lengri sem pendúllinn er, því
lengri tíma tekur sveiflan. Hann hafði fundið upp aðferð
til að mæla tímann, og eitt af síðustu viðfangsefnum hans,
eftir að hann var orðinn blindur, var að láta lærisvein sinn,
Viviani, smíða klukku eftir sinni forsögn.
Galileo var brautryðjandi nýrra vísinda vegna þess, að
hann lét sér ekki nægja skrif og staðhæfingar annarra, held-
ur athugaði hann hlutina sjálfur og gerði sínar eigin til-
raunir. Fram á hans dag voru rit Aristotelesar talin eins
áreiðanleg í vísindum og biblían var í trúmálum. Það var
goðgá að rengja það sem Aristoteles sagði eins og það var
synd að efast um nokkuð í biblíunni. Galileo vildi ekki trúa
því sem Aristoteles sagði um fallhraðann, að hann væri að
sama skapi meiri sem hluturinn væri þyngri, sem félli.
Hann vildi fá úr þessu skorið og fékk noklcura kennara frá