Unga Ísland - 01.12.1947, Side 82
72
heyrist oftast — orðið „riconstruction“. Allt er tapað, þjóð-
in öll í uppnámi, maður móti manni, bróðir móti bróður,
faðir móti syni, og sigurvegararnir eru enn í landinu. Og
það verður að borga fyrir allt. Sá, sem tapar er sekur —
sá, sem tapar, er skuldunautur, og til að verða frjáls, verður
þjóðin að borga, og til þess þarf að vinna .
Frá nýlendunum koma þó gleðifréttir. Þær vilja ekki
losna við ítali. ... Menning þeirra, dugnaður þeirra að gera
sandauðnirnar frjósamar, snilli verkfræðinganna, er þeir
með stórkostlegum vatnsleiðslukerfum breyta eyðimörkum
Afríku í aldingarða og frjósama akra, leggja vegi um ófær
lönd, reisa borgir og búgarða, þar sem áður var auðn. Allt
þetta man fólkið, sem naut þess, og því vilja þessi eyði-
merkurlönd ekki missa handleiðslu hinnar menningarsterku
þjóðar, sem hafði stjórnað þeim áður. Frá Eritreu, Lybiu,
já, jafnvel frá Abessiníu berast óskir um, að ítalskir verk-
fræðingar, lælcnar og bændur verði áfram í landinu; þeir
hafa látið svo margt gott af sér leiða, kunnátta þeirra og
mannúðleg starfsemi hefur útrýmt myrkri stríðsins og unn-
ið bót á meinum þess og einnig yfirunnið hatrið, sem hern-
aður þeirra hafði skilið eftir hjá landsmönnum — svo að
það sem vopnin gátu ekki, gat menningin: lagt undir sig
hug fólksins, svo að það varð gagntekið af þakklæti til
sigurvegarans, sökum snilldar hans á vettvangi daglegs lífs,
þar sem kunnátta, mannúð og snilli flutti ljós menningar-
innar til útkjálkafólks, glæddi framtak þjóðarinnar í stríði
við erfið náttúruöfl og gerði á vegum heilbrigðismála krafta-
verk, sem eyddu böli, er hafði þjáð þjóðina um aldir. Lækn-
ar og vísindamenn börðust gegn ýmsum sjúkdómum í land-
inu og unnu sigra, sem fólkið gat daglega séð og notið. Og
þegar stríðinu var lokið bað keisarinn Haile Selassie líka
Italana að vera áfram í landinu og skoðaði þá ekki sem
óvini, heldur nauðsynlega samstarfsmenn við uppbyggingu
hins frjálsa ríkis....Þetta var sigur menningarinnar, sem