Unga Ísland - 01.12.1947, Page 85
Þórbergur Þórðarson:
Til minningar um Erlend
Guðmundsson í Unuhúsi
(Flutt við opnun bókasýningar Ragnars Jóns-
sonar íramkvæmdarstjóra í Listamannaskál-
anum 5. desember 1947. — Lítið eitt breytt.)
Heiðruðu áheyrendur!
Þið sjáið hér á veggnum, að þessi bókasýning er helguð
minningu Erlends Guðmundssonar í Unuhúsi. Það er gert
af þeirri ástæðu, að hann á hugmyndina að þess konar
bókakynningu, eins og mörgu öðru í greinum bókmennta
og lista. Fyrir því hefur þótt hlýða, að sögð væru nokkur
orð um þennan merka mann, um leið og sýningin er opnuð.
Erlendur átti það sameiginlegt ýmsum furðumönnum
mannkynssögunnar, að hann kom aldrei fram opinberlega,
þótt hann að hæfileikum skaraði langt fram úr flestum
þeim, sem halda, að þeir séu útvaldir til að láta á sér bera.
Það vita því engir aðrir en þeir, sem þekktu hann persónu-
lega, hvílíkum manni vér áttum á bak að sjá, er hann
hvarf brott af þessu stigi tilverunnar 13. janúar í fyrra vetur.
Það er ekki ofsögum sagt, að Erlendur var svo fágætur
maður að gáfum og mannkostum, að ég efast um, að í allri
sögu íslendinga verði fundinn einn tugur manna, sem væru
honum jafnir. Á þeim mannsaldri, sem ég þykist sjá yfir,
þekki ég engan einn einasta.
Um vitsmuni Erlends verður varla réttar að orði kveðið
en að þeir hafi verið frábærir og það í allar áttir, sem hann
einbeitti huganum að og hvort heldur var til náms, íhug-