Unga Ísland - 01.12.1947, Side 87
77
Hann var og mjög músíkalskur, iðkaði músík meira eða
minna milcinn hluta ævinnar og las bækur um hljómfræði.
Síðasta áratuginn dróst hugur hans meira að inálaralist.
Hann aflaði sér allmikils bókaforða um þau fræði og skreytti
hýbýli sín með fjölda málverka, er hann keypti af ungum
listamönnum, sem voru að brjótast áfram til meiri þroska.
Dómgreind hans á listir og bókmenntir virtist mér vera
með afbrigðum. Dómar hans á skáldskap, ekki sízt á ljóða-
gerð, voru svo skarplegir og öruggir, að þeir snertu mig
oftast sem hæstaréttardómar, er ekki yrði áfrýjað. Þar
sýndust vitsmunir hans og hið markvísa innsæi vanalega
óumdeilanleg. Ef maður var í vafa um atriði í verki,
sem maður hafði á prjónunum, eða gat ekki gert sér nægi-
lega grein fyrir tilhögun á útgáfu bókar, þá lá leiðin alltaf
i'akleitt heim til Erlends í Unuhúsi. Og ég man varla til,
að ég gengi þangað nokkurntíma erindisleysu. Honum var
gefin sú fágæta gáfa að geta gert erfið vandamál að léttum
leik. Það sem öðrum varð óviðráðanleg flækja, það tókst
Erlendi vanalega að leysa með raunhæfum og einföldum
ráðum og stundum harla frumlegum.
Hann var afburða verkmaður, fljótvirkur og glöggvirkur
°g gæddur allt að því undraverðri skipulagsgáfu, sem þeir
kunna bezt frá að segja, er störfuðu undir stjórn hans á
skrifstofu tollstjórans í Reykjavík. Einn gáfaður samstarfs-
maður hans sagði mér þetta:
„Erlendur er sá eldskarpasti maður að hugsa, sem ég lief
þekkt og sá maður, sem hefur haft glöggast yfirlit yfir öll
störí, sem fyrir hendi lágu. A skrifstofu tollstjóra unnu
Ookkrir afburðaverkmenn. Þó hafði enginn þeirra roð við
Erlendi“.
Það voru ekki einvörðungu hið mikla skynsemivit og
djúpsæja þekking Erlends, sem gerðu mat hans á flestum
viðfangsefnum svo auðvelt og öruggt. Þar var engu síður
ar verki karaktervit hans, hinn mikli móralski þroski, liinn