Unga Ísland - 01.12.1947, Side 88
78
silfurtæri hreinleiki innrætisins, sem honum var meiri í
brjóst borinn en öllum öðrum, er ég hef haft kynni af. Þar
var hann svo heilsteyptur og óskiptur, að hann sýndist
aldrei eiga í neinni baráttu við sjálfan sig. Það var kannski
þess vegna, að hann fyrirleit ekkert meira en mórölsk
prinsíp. Jafnvel svonefnd ídeöl voru honum ógeðfelld, af
því að hann taldi, að í þeirra nafni væri oftast unnið meira
illt en gott. A kirkjum og trúarbrögðum hafði hann hina
dýpstu foragt, — taldi slíkar stofnanir forheimskandi og
siðspillandi. Hann var svo vel gerður, að hann þurfti aldrei
að blekkja sjálfan sig með slíkum náðarmeðulum.
Hans háttur var sá að lifa lífinu eðlilega, eins og hann
vissi ekki af því, algerlega blátt áfram, laus við stref eftir
auðæfum, áliti, frama, embættum, tignum, sáluhjálp. Þetta
var ekki kenning hans. Það var líf hans. Hann var náttúr-
legasti Islendingur, sem ég hef kynnzt.
Hann var þannig gerður, að hann virtist vita minna af
sjálfum sér en öðrum. Þess vegna urðu þeirra vandamál
honum brýnna úrlausnarefni en hans eigin nauðsynjar, og
eru þar um margir og miklir vitnisburðir.
Þessi vöxtur upp úr sjálfstilfinningunni, egosentrisman-
um, einkenndu hann þeirri tign í hugsun, að mat hans á
mönnum og málefnum skekktist aldrei af neinum eigin-
gjörnum hvötum. Hans markmið sýndist aldrei vera neitt
annað, þegar til hugsunarinnar kom, en að finna rétta nið-
urstöðu, ná til sannleikans. Þar var sama hvort í hlut áttu
samherjar hans eða andstæðingar eða náttúrulögmálin, —
hann framdi aldrei það siðleysi að hvarfla frá lögmálum
réttra hugsanareglna. Hann falsaði aldrei fyrir sér stað-
reyndir, dró aldrei rangar ályktanir vísvitandi, fór aldrei
með nokkur málefni þannig, að hans hlutur yrði betri en
efni stóðu til. Og þekking hans, hin mikla heiðríkja hugar-
farsins og hárbeittu vitsmunir forðuðu honum frá þeirri
hrösun að láta nokkurntíma blekkjast. Engin hrekkvísi,