Unga Ísland - 01.12.1947, Page 90
80
Stefán frá Hvítadal fyrst upp Söngva förumannsins. Þang-
að komu þeir Guðmundur Gíslason Hagalín og Halldór
Kiljan Laxness sem bljúgir aðdáendur, þegar þeir voru að
byrja heimsfrægð sína unglingar að aldri, og þar var Hall-
dór tíður gestur jafnan síðan. Þar lýsti Þorsteinn úr Bæ
máltíðum Lúðvíks konungs 16. af svo lífrænni list, að alla
fór að langa í kjúklinga, soðna í nýmjólk. Þar talaði Jón
Púlsson frá Hlíð í fleygum spakmælum, sem lengi munu
halda áfram að fljúga um heiminn. Þar færðu þeir Lárus
Ingólfsson og Páll ísólfsson upp á senu ýmsar fígúrur þjóð-
félagsins, svo að öllum varð ógleymanlegt. Og þar hitti
maður oft til skrafs og upplyftingar ýmsa merkustu mál-
ara, músíkanta, fílósófa, fræðimenn, embættismenn, at-
vinnurekendur, iðnaðarmenn, skólamenn, verzlunarfóllc,
skrifstofufólk og fagurkvendi landsins.
Erlendur var innilegur vinur allra þessara gesta, alltaf
hýr í viðmóti, alltaf hlýr og vitur, alltaf veitandi og þjón-
andi, alltaf maðurinn, sem minnstur var fyrirferðar og bar
þó höfuð og lierðar yfir alla hina, alltaf hjartanlega glaður
af því að fá þetta fólk heim til sín. Svo kær var honum
þessi komulýður, að hann neitaði oft heimboðum af þeirri
ástæðu, að hann gat ekki hugsað sér, að þessir vinir hans
kæmu að luktum dyrum.
Nú er þessum miklu samkvæmum lokið. Unuhús, sem
Erlendur og móðir hans gerðu að sögulegustu vistarveru
höfuðstaðarins, stendur eftir gamalt og einmana uppi við
Garðastræti.
Okkur gestunum, er ennþá bíðum okkar dóms, tvístraðir
og harmi slegnir, verður þessi missir aldrei bættur hér í
heimi. Eg á ekki við endi hinna vekjandi mannfunda í
Unuhúsi, þó að þar höfum við mikils misst, í bæjarfélagi
andlega dauðu og menningarsnauðu. Eg á við það, að með
Erlendi Guðmundssyni eigum við alla ævi á bak að sjá
vitrasta, bezta og mesta íslendingi, sem við höfum þekkt.