Unga Ísland - 01.12.1947, Side 93
83
við, sem trúir á stokka og steina; og kristnir menn trúa á
krossinn, sem er að vísu ekki einkennilegur steinn, heldur
einkennilegur stokkur. Börn, óspillt fólk og sumir hámennt-
aðir menn sjá hlutina í senn í náttúrlegu og yfirnáttúrlegu
ljósi, hálfsiðaðir og afmenntaðir menn í engu ljósi, utan
þeirri gráu skímu sem í helgum fræðum er kennd við vonda
staði. Barn sér í horni eða kjálka allt fé veraldarinnar, alla
hesta í einum sauðarlegg. íbjúgur steinn ílangur er ekki að-
eins róðrarbátur og skúta, mótorbátur qg Atlantshafsgufu-
skip, heldur einnig töfranökkvi þjóðsögunnar og liið eilifa
skip guðanna; höfum við ekki öll tekið ástfóstri við ein-
kennilegan stein af þessu tagi, „víkingaskipið“ í Almannagjá?
Eg veit um tvo menn, sem varið hafa ævi sinni til að
nema leyndarmál steinsins; það eru ekki aðrir menn á jarð-
ríki, sem vita þau betur, auk þess sem báðir eru gæddir
snilligáfu til að gera sjálfir einkennilega steina. Þessir ménn
eru þeir Ásmundur Sveinsson og Sigurjón Ólafsson. Þegar
niaður virðir fyrir sér suma steina þeirra, verður maður
aftur fyrir þeim dulartöfrum formsins, sem hlutirnir höfðu
þegar við vorum börn, gleðjumst aftur þeirri hreinu gleði
vegna lags á hlut, sem er að vísu barns aðal, en enginn
niaður má við að missa, ef hann vill ekki verða eignalaus
I andlegum skilningi.
En samtímis því, sem við höfum nú í fyrsta skipti á þjóð-
arævinni borið gæfu til að eignast snillinga í því að búa
til einkennilega steina, þá hafa ill máttarvöld slegið mikinn
hluta þjóðarinnar blindu, og einkum fyrirmennina, tekið
trá okkur allt skynbragð á fagurt form (þessi blinda kem-
II r ekki hvað sízt fram í hinni furðuljótu byggingarlist bæði
1 sveit og borg hér á landi), svo segja má að við stöndum
uPpi í landinu á tuttugustu öld heimskari en skurðgoða-
uýrkarar eða nokkrir þeir aðrir, sem trúa á stokka og steina.
I stað þess að læra af þessum hámenntuðu snillingum forms-
lus, og leita fulltingis þeiria til að fegra umhverfi okkar,
6*