Unga Ísland - 01.12.1947, Qupperneq 97
87
Ijótt af prestssyni að skrökva; það er enn Ijótara að kenna
það vesalings bændabörnum“. Og svo slapp strákur með
það í þetta sinn.
En næsta dag í skólanum (kennarinn var sóttur upp til
prestsins, og börnin réðu sér sjálf) var Marit sú, sem fyrst
bað Þorvald að segja aftur eittlivað frá birninum. — „Þú
verður svo hrædd“, sagði hann. — „0, ætli ég þoli það
ekki“, sagði hún og færði sig nær bróður sínum. — „Já,
nú getið þið ímyndað ykkur, að hann verður skotinn“,
sagði Þorvaldur og kinkaði kolli; „það er kominn karl í
krapinu í byggðina, og sá ætlar að skjóta hann! Varla hafði
Lárus skytta heyrt talað um bjarnarhíðið í Prestsurðinni
fyrr en hann kom á spretti yfir sjö prestaköll með riffil, sem
er eins þungur og efsti kvarnarsteinninn og eins langur og
svo sem héðan og til hans Hannesar þarna“. — „Ne-ei!“
æptu öll börnin. — „Eins langur?“ endurtók Þorvaldur, „já,
hann er áreiðanlega eins langur og héðan til stólsins“. —
j>Hefurðu séð hann?“ spurði Óli frá Bæ. „Hvort ég hef séð
hann? Ég hef hjálpað til við að fægja hann, því að það
skaltu vita, það vill Lárus ekki láta hvern sem er gera. Já,
auðvitað gat ég ekki loftað honum, en það er nú sama, —
eg fægði bara lásinn, og þú skalt ekki halda, að það sé neinn
hægðarleikur“. — „Það er sagt, að sá riffill hitti ekki vel
UPP á síðkastið“, sagði Hannes frá Völlum; hann hallaði
sér aftur og spyrnti báðum fótum í borðið. — „Nei, síðan
Lárus skaut forðum á björninn, sem svaf, lætur hann und-
an tvisvar sinnum og hittir ekki í það þriðja!“ — „Já, fyrst
hann skaut á sofandi björn“, sögðu telpurnar. — „Þorsk-
ui'inn sá arna!“ bættu strákarnir við.
„Þetta er aðeins hægt að laga á einn hátt“, sagði Óli, „og
það er með því að setja sprelllifandi onn inn í hlaupið“. —
»Já, það vitum við öll“, sögðu telpurnar, þær vildu heyra
eitthvað nýtt. — „Nú er vetur, enga orma að finna, og þess
vegna treystir Lárus líklega ekki á riffilinn sinn“, sagði