Unga Ísland - 01.12.1947, Side 98
88
Hannes á báðum áttum. — „En hann vill hafa Níls frá
Bæ með?“ spurði Þorvaldur. — „Já“, sagði drengurinn frá
Bæ, sam hlaut að vita þetta bezt; „en Níls fær ekki leyfi til
þess hvorki fyrir mömmu sinni né systur. Faðirinn dó áreið-
anlega af viðureigninni við björninn uppi í seli í fyrra, og
nú hafa þau engan nema Níls“. — „Er þetta svona hættu-
legt?“ spurði lítill strákur. — „Hættulegt?“ sagði Þorvald-
ur. „Björninn hefur tíu manna vit og tólf manna afl“. —
„Já, það vitum við“, sögðu telpurnar aftur; þær vildu fyrir
alla muni heyra eitthvað nýtt. — „En Níls er líkur pabba
sínum; hann fer áreiðanlega með“. — „Já, vissulega fer
hann með“, sagði Oli; „snemma í morgun, áður en nokkur
var kominn á fætur á bænum, sá ég Níls, Lárus skyttu og
einn til fara upp eftir, hver með sinn riffil; svei mér, ef þeir
tóku ekki stefnu á Prestsurðina“.
„Var það snemma?“ spurðu börnin öll í senn. — „Fyrir
allar aldir! Eg var kominn á fætur áður en mamma kveikti
upp“. — „Hafði Lárus langa riffilinn?“ spurði Hannes. —
„Ja, það veit ég ekki, en sá, sem hann hafði, var álíka lang-
ur og héðan að stólnum“. — „Nú lygur þú!“ sagði Þor-
valdur. — „En þú sagðir það sjálfur?“ sagði strákur. —
„Nei, langa riffilinn, sem ég sá, held ég að hann noti ekki
framar“. — „Ja, þessi var að minnsta kosti eins langur, eins
langur og — héðan og næstum að stólnum“. — „Jæja,
kannske hann hafi samt haft hann“.
„Hugsa sér“, sagði Marit, „nú eru þeir uppfrá hjá björn-
unum“. — „Einmitt nú eru þeir kannske að glíma við þá!“
sagði Þorvaldur. Það varð steinhljóð; það var næstum há-
tíðlegt.
,JEg held ég fari“, sagði Þorvaldur og tólc húfuna sína. —■
„Já, já!“ æptu öll hin, og í þau færðist aftur líf og fjör. „En
kennarinn?“ sagði hann og nam staðar. — „Uss, þú ert
sonur prestsins“, sagði Oli. — „Já, ef hann snertir mig!“
sagði Þorvaldur í ógnandi þögn og kinkaði kolli. — „Slærðu