Unga Ísland - 01.12.1947, Qupperneq 100
90
sinnum!“ og þau hentust áfram. — „Og Níls lét hann hafa
átján hnífstungur áður en hann lá“. — „Jesús minn, en sá
björn!“ Og krakkarnir hlupu svo að svitinn bogaði af þeim.
Og nú voru þau komin! Óli hratt upp hurðinni og var á
undan öllum inn. „Gættu þín!“ kallaði Hannes á eftir hon-
um. Marit og lítil telpa, sem Þorvaldur og Hannes höfðu
haft á milli sín, komu næst, svo Þorvaldur, sem fór ekki
langt inn, en staðnæmdist til að líta yfir allt. — „Sko blóð-
ið!“ sagði hann við Hannes. Hin vissu ekki, hvort þau ættu
að þora að koma inn strax. „Sérðu hann?“ spurði ein stúlk-
an þann drenginn, sem stóð við hlið hennar úti í dyrunum.
„Já, hann er eins stór og stóri hesturinn á höfuðsmanns-
bænum“, svaraði hann og hélt áfram að segja henni frá.
Hann væri bundinn með járnhlekkjum, sagði hann, og samt
hefði hann slitið þá, sem voru um framlappirnar; hann sá
greinilega, að það leyndist líf með honum, og blóðið fossaði
úr honum!
Það var reyndar ekki rétt, en þau gleymdu því, þegar
þau fengu að sjá björninn, riffilinn og Níls, sem sat þar
með bundin sár eftir viðureignina við bangsa, og þegar þau
fengu að heyra Lárus gamla skyttu segja frá, hvernig allt
hefði farið fram. Þau hlustuðu og horfðu með svo mikilli
áfergju, að þau heyrðu ekki, að komið var aftan að þeim,
einhver, sem líka fór að segja frá og það á þessa leið: „Þið
skuluð fá fyrir ferðina — að fara í leyfisleysi úr skólanum!“
— Hræðsluóp kváðu við í liópnum, og út um dyrnar, út á
hlað og af stað var þotið, — brátt sáust þau eins og svartir
hnyklar, sem veltust eftir snjóbreiðunni, hver á eftir öðr-
um, og þegar kennarinn var loksins kominn til skólahússins,
heyrði hann þau langt að vera að lesa, svo að undir tók í
veggjunum. Já, það var hátíðisdagur, dagurinn sá, þegar
bjarndýraveiðimaðurinn kom. Hann rann upp í sólskini, og
honum lauk með vætu, en þeir dagar eru nú vanalega frjó-
samastir. K. Ólafsd. Mixa þýddi.