Unga Ísland - 01.12.1947, Síða 102
92
unum. Ég las þær ákaft, er ég náði í þær, og ég man það
að margar af þeim hetjum, er rímurnar voru um, voru oss
vel kunnugar. Þegar drengir hittust, töluðu þeir oft saman
um þessar hetjur og sverðin þeirra, og voru heima í sögu-
þræðinum.
Margir höfðu og lært vísur úr rímunum, en mest var
það til þess að hafa vísur til taks, þegar kveðizt var á. —
Þegar ég var drengur, var nú heldur farið að hýrna um
skemmtibókaúrvalið; þá komu Þjóðsögur Jóns Arnasonar,
og vorum vér börn og unglingar mjög fíknir í þær, en
sumu af eldra fólkinu þótti þær varúðarsamur lestur fyrir
krakka. Svo komu nú fyrstu skáldverk, sögur og kvæði.
„Piltur og stúlka“ var mjög eftirsótt bók, og eins „Maður
og kona“. Þær voru nú líka lesnar hátt á kvöldin. Þá var
líka „Mannamunur“, og svo leikritin: „Skuggasveinn“ og
„Nýársnóttin“. Leikritin lásum við sem sögur, og var sögu-
þráðurinn í þeim höfuðatriði fyrir oss.
Ég man, hvernig ég gleymdi mér og tímanum, er ég eitt
sinn kom á bæ og sá þar söguna „Aðalsteinn“, og las og las,
fyrst meðan ég var að bíða eftir „góðgerðum“, og ætlaði
aldrei að geta slitið mig frá lestrinum. A heimleiðinni leið
mér samt ekki vel, því að ég bjóst við flengingu, er heim
kæmi, því að ég hafði tafið lengst af deginum. Ég slapp nú
samt. Seinna fékk ég söguna lánaða og las hana þá aftur
og aftur. Ljóðabækur voru og lesnar af ungu fólki, einkum
ef söguleg kvæði voru í þeim. — Mest þótti koma til kvæða-
bókarinnar „Svanhvít“, því að þar var „Kafarinn“ og
„Sveinn Dúfa“ o. fl.
Oft var erfitt að ná í þesskonar bækur og stundum urðu
menn að fara margar bæjarleiðir til að fá þær. Svo voru nú
„Þúsund og ein nótt“. Það þótti þeim yngri matur, ef náð-
ist í eitt og eitt hefti.^Ég gæti nú haldið þessu hjali lengur,
en þá yrði þessi grein of löng.
En hvað var nú allt þetta hjá þeirri mergð, sem nú er