Unga Ísland - 01.12.1947, Síða 105
95
bekk, heldur lesið utan skóla, lengst hjá séra Böðvari
Bjarnasyni á Hrafnseyri. Þrátt fyrir góða kennslu hans og
ágætan vilja var ég allgloppóttur í fræðunum, en ég hafði
mikinn áhuga á því að læra íslenzkt mál þannig, að þekk-
ingarskortur þyrfti ekki að standa í vegi fyrir því, að ég
gæti skrifað það lýtalítið.
Ritgerðarefni við gagnfræðaprófið var: Hvað viltu gera
þér að lífsstarfi og hvers vegna? Eg var í engum vafa um
svarið, og ég skrifaði langt mál, svo langt, að ég varð að
hafa mjög hraðan á um hreinskriftina, og ritgerðinni varð
ég að skila, án þess að hafa átt þess kost að lesa hana í
samhengi og leiðrétta villur.
Nokkrum dögum síðar gekk ég út um bakdyr Mennta-
skólans, var nýbúinn að ljúka prófi í einhverri námsgrein.
Sá ég þá, að á móti mér kom Sigurður magister Guðmunds-
son, sem ásamt Pálrna Pálssyni yfirkennara kenndi íslenzku
í skólanum. Eg hafði verið búinn að fá mikla virðingu fyrir
þessum manni, áður en ég kom til Reykjavíkur, því að ég
hafði lesið eftir hann merkilega og sérkennilega ritdóma í
Skírni og Eimreiðinni, og ennfremur í Eimreiðinni ritgerð-
ma: Danir í nýíslenzkum skáldskap. Eg hafði og heyrt nem-
endur Sigurðar Guðmundssonar — og þá ekki sízt þroskað
fólk úr Kennaraskólanum — tala um hann af einstæðri
virðingu og heitúð.
Eg tók djúpt ofan fyrir Sigurði meistara, og hann nam
staðar og lyfti hatti sínum. Svo glápti liann á mig, mér
bggur við að segja eins og tröll á heiðríkju. Mér kom mjög
á óvart þessi sérstæða athygli — mér veitt, og ég hikaði,
vissi ekki, hvort heldur ég ætti að kveðja og halda áfram —
eða standa kyrr.
Þá sagði hann allt í einu:
— Og það eruð þér, sem ætlið að verða rithöfundur?
Ég veit ekki, hvort ég hef roðnað eða fölnað, en víst er