Unga Ísland - 01.12.1947, Side 106
96
um það, að mér brá mjög mikið. Nii stóð Sigurður meist-
ari, horfði út í loftið af mikilli íhygli og veifaði staf sínum
í sífellu. Svo sagði hann af þunga:
— Ja-á. ‘
Það varð ekki meira, og ég tók ofan á nýjan leik, kvaddi
Sigurð meistara. Hann kinkaði kolli og tók einnig ofan, en
nú virtist mér hann ennþá meir hugsi en áður. Svo hraðaði
ég mér á brott, fór ekki heim eins og ég hafði ætlað mér,
heldur niður að höfn. Þar stóð ég um stund og starði. Víst
mundi hann láta sig það slcipta, þessi maður, hvert ungur
sveinn stefndi, og víst mundi hann gera sér Ijóst, hver
ábyrgð og vandi því fylgdi að gerast rithöfundur. En —
rithöfundur skyldi ég verða hvað sem tautaði, enda hafði
mig aldrei fýst að leggja annað fyrir mig. Og þegar ég
skyggndist í barm mér, fann ég, að þó að mér þætti raunar
vandi minn vaxa við athygli Sigurðar meistara, þá óx líka
virðing mín fyrir ákvörðun minni um störf mín í framtíð-
inni. Og þó að ég hefði aldrei framar Sigurð meistara aug-
um litið, hefði hann samt orðið mér ógleymanlegur.
Að loknu prófi fór ég vestur í Arnarfjörð og stundaði þar
róðra um sumarið, en um haustið fór ég suður og settist
í fjórða bekk Menntaskólans. Eg beið fyrsta íslenzkutím-
ans með mikilli eftirvæntingu.
Þegar bjöllunni hafði verið hringt og við nemendur geng-
ið til sæta, kom Sigurður meistari inn. Það var mjög hljótt
í bekknum. Sigurður settist í kennarasessinn og blaðaði í
bók. Svo sat hann þögull og horfði út um gluggann. Því
næst leit hann snöggvast yfir nemendahópinn, horfði síðan
aftur út um gluggann. Loks sagði hann skýrt og seinlega:
— Guðmundur Hagalín!
Eg hrökk við, minntist þess, er oklcur hafði farið á milli
um vorið. Eg leit á Sigurð meistara og beið átelcta.
— Gerið þér svo vel að ganga hérna upp að töflunni.
Eg spratt á fætur, gekk upp að þeirri svörtu og tók mér