Unga Ísland - 01.12.1947, Síða 108
98
— Og ég fékk 6 í íslenzkri málfræði og líka í stíl, og
þó varð ég að skila honum án þess að eiga þess kost að lesa
hann yfir.
Þögn.
Síðan reis Sigurður meistari úr sæti sínu, studdi annarri
hendi á öxlina á mér og mælti:
— Þetta er vel mælt hjá yður og einkar umhugsunar-
vert fyrir okkur, kennara skólans. Gangið þér nú til sætis
yðar, góðurinn.
Það var jafnhljótt og áður í bekknum, en nemendur litu
ýmist á mig eða Sigurð meistara.
Eg vil nú láta þess getið, áður en lengra er fram haldið,
að ég var því miður enginn fyrirmyndarnemandi þennan
eina heila vetur, sem ég var í skólanum. Eg trassaði um
skör fram ýmsar námsgreinir, en lagði allmikla áherzlu á
aðrar, svo sem á íslenzku, skrifaði oft langa heimastíla, og
á sögu og bókmenntasögu, en annars las ég mikið af fögr-
um bókmenntum, einkum norskum. En skömmu eftir að
það gerðist, sem frá er sagt hér á undan, kom það fyrir í
íslenzkutíma, sem mér hefur orðið mjög minnisstætt og
hefur haft á mig mikil áhrif.
Þennan vetur, 1917—18, hinn síðasta vetur heimsstyrj-
aldarinnar miklu, var mörgum af ráðamönnum þjóðarinn-
ar dimmt fyrir augum. Kafbátahernaður Þjóðverja komst
í algleyming árið 1917, og Bretar lifðu við ærið harðan
kost. Flutningsgjöld og verðlag allt hafði stórum hækkað,
og einkum voru kol komin í geipiverð. Mig minnir, að smá-
lestin væri komin í 300 krónur. Kolin voru að minnsta
kosti komin það hátt, að það gerir engan mun í frásögn
minni, þó að ég miði við þetta verð. Sú ríkisstjórn, sem þá
fór með völdin hér á Iandi, ákvað svo þá sparnaðarráð-
stöfun, að fella niður kennslu í fimmta bekk Menntaskól-
ans. Þessi ráðstöfun hugnaðist illa rektor og kennurum, og
Sigurður meistari Guðmundsson lagði fyrir okkur, nemend-