Unga Ísland - 01.12.1947, Side 110
100
Síðan hóf hann lesturinn og las hægt og af þunga.
Eg sat með öndina í hálsinum, og það eitt man ég hugs-
ana minna, að ég var hálf smeykur um, að Sigurði meist-
ara þætti ég hafa skrifað óvirðulega og af andleysi um
málið. En að lestri loknum hóf hann ræðu, sem ég mun
aldrei gleyma, og fyrstu orðin man ég nákvæmlega. Hann
lét höndina síga og mælti:
— Ja-á, einn kolapoki og slatti neðan í öðrum — það
er matið á heilu ári af starfsævi íslenzks menntamanns!
Síðan talaði hann rnestan hluta kennslustundarinnar og
lagði út af orðunum manngjöld og manngildi, og fjallaði
ræðan sérstaklega um ábyrgð heildarinnar gagnvart ein-
staklingnum og skyldur einstaklingsins við heildina. Þetta
var mikil ræða og hefur hvergi verið prentuð nema í hugi
okkar nemendanna. Ég hygg, að á þessari stundu liafi verið
lagður til fulls grundvöllurinn hjá mér að virðingu minni
fyrir mannhelgi — og þar með í aðaldráttum að afstöðu
minni til ýmsra liöfuðvandamála nútímans.
Það var og ekki vandfundið, að Sigurður meistari lét sig
varða velferð og þroska nemenda sinna — engu síður en
hitt, hvernig þeim farnaðist námið til prófs í hans kennslu-
grein, enda er það alkunna, hve hann sem skólameistari
hefur fylgt ferli nemendanna, jafnvel eftir að þeir hafa
verið farnir úr skóla, af miklum heilhug, og er sönnu næst,
að svo hafi það verið, sem í hlut ætti „bróðir eða bur“. En
stundum gat sumum komið kynlega fyrir sjónir umhyggja
hans fyrir nemendum, því að eins og honum var annt um
það, að þeir stunduðu námið sem bezt, er til náms voru
fallnir, eins þótti honum mikils um það vert, að maður
og maður, sem hann taldi til annars betur fallinn en mennta-
skólanáms, væri ekki að eyða í það tíma sínum. Ég minnist
þess, að eitt sinn hafði hann orð á því, að piltur hefði sagt
sig úr skóla og hyggðist nú taka sér fyrir hendur starf, er
honum mundi henta mæta vel. Var hann glaður mjög, og'