Unga Ísland - 01.12.1947, Síða 111
101
sú hefur orðið raunin, að piltinum hefur vel farnazt.
Þá er mér mjög í minni eitt dæmi, hvernig Sigurður
meistari kunni að taka á pörum nemenda sinna, gera þau
þeim minnisstæð og um leið siðbætandi.
Það var eitt sinn, að einhver nemandi í fjórða bekk hafði
sprengt sVokallaðar ólyktarkúlur í skólastofunni í frímín-
útum næst á undan kennslustund í íslenzku. Sigurður
meistari kom inn, þegar nemendur voru setztir, og hóf
hann þegar kennslu. Úti var kalt og hvasst, og því var
enginn glugginn opinn. Var hinn mesti óþefur í stofunni, og
jókst óloftið, eftir því sem á leið kennslustundina. En á
engu varð það séð, að Sigurður meistari fyndi hinn minnsta
fnyk. Loks kom þar, að nemandi, sem sat úti við einn
gluggann, stóð upp og gerði sig líklegan til að hleypa inn
hreinu lofti. Þá mælti Sigurður meistari:
— Nei, látið þér gluggann vera, góðurinn! Það er bezt,
að þið fáið að njóta lyktarinnar!
Svo hélt hann áfram kennslu, en ekki var laust við, að
það vottaði fy rir brosi á -vörum hans, þegar hann fór út.
Ekki varð hann öðru sinni fyrir hrekk af hendi fjórðubekk-
inga.
Þá vil ég minnast beinum orðum á kennslu Sigurðar
• meistara og áhrif hennar.
Það mun fágætt, að kennari haldi svo óskiptri athygli
nemenda sinna sem hann, festi þeim eins Ijóslega í minni
höfuðatriði námsgreinarinnar, veiti þeim jafn víða sýn út
fyrir venjuleg takmörk hennar — og svo auk alls þessa tak-
ist frámunaiega vel að laða þá til sjálfstæðrar og drengi-
legrar hugsunar. Hann er bæði djúpúðugur og skarpskyggn,
bugsær og raunsær, sérkennilega orðsnjall og orðauðugur,
svo sem hver og einn getur séð af ritgerðum hans og prent-
uðum ræðum — og síðast en ekki sízt ber að nefna sem
áhrifavald hjartanlega hrifni liang af öllu því, er honum
þykir fagurt, spaklega mælt, djúpt hugsað eða drengilegt,