Unga Ísland - 01.12.1947, Page 116
106
legt, og leyndi sér ekki ættgöfgi þess, en Víkættin hefur
setið á óðali sínu frá ómunatíð og ætíð þótt héraðssómi.
Við Jakob urðum samrýndir, þótt aldursmunur væri
mikill, en hann var glettinn og kátur og liið mesta göfug-
menni. Þeir bræður, Lars og hann, leiddu mig nú til borðs,
er var hlaðið kræsingum. Húsbóndinn las stutta borðbæn,
svo sem víða er siður í sveitum Noregs, en síðan var tekið
til snæðings. Var glatt á hjalla, en allt fór þó vel og virðu-
lega fram. Og kvöldið leið í góðum fagnaði. Kom nokkuð
af ungu fólki af öðrum bæjum í sveitinni, — en þarna er
þéttbýlt mjög, — til þess að sjá útlendinginn, og varð ég
að leysa úy mörgum spurningum viðvíkjandi Islandi.
Dvaldi ég nú þarna í hinu bezta yfirlæti nokkra daga.
Okkur Lars var víða boðið og alls staðar stórmannlega
veitt. En kvöld eitt urðum við ásáttir um, að" ekki mætti
svo búið standa; skyldi nú halda til fjalls og fara í Víkursel
hinn næsta morgun! Gengum við því snemma til rekkju
og risum árla. Fórum við þrír saman, Lars, Jakob og ég.
Fjöll eru með nokkuð öðrum hætti í Noregi en hér á
landi, hærri og brattari yfirleitt og úr öðrum bergtegund-
um. Gróður er og frábrugðinn, fleiri tegundir jurta og blóma,
auk skógartrjánna. Mér var þetta nýstárlegt og þurfti að
athuga það allt. En Lars vár kennari og hafði gaman af að
fræða mig, enda vel að sér í Flóru átthaga sinna og kunni
örnefni öll. — Mér verður þessi morgunn alltaf minnisstæð-
ur: bláheiður himinninn yfir fjalladýrðinni, svalt loftið, dögg
á grasi og' laufi, blómin og lyngið meðfram seljastígnum,
fjörðurinn og byggðin að baki, reykir frá bæjum. Við geng-
um hægt, því brött var brekkan og ég lélegur fjallgöngu-
maður, enda margt að skoða. Uppi undir brúnum er Kongs-
liovden, en frá honum stafar eitt hið kátlegasta bergmál,
sem ég hef komizt í tæri við. Námum við staðar til þess að
tala við fjallhnjúk þennan, en hann hafði upp eftir okkur
hverja setningu, — væri hún ekki lengri en þrjú fjögur