Unga Ísland - 01.12.1947, Page 117
107
orð, — með dumbum og ólundarlegum rómi, eins og geðill-
ur karl. Ávörpuðum við hann kurteislega í fyrstu, en skjótt
harðnaði ræðan og endaði með fullum skætingi. Hvernig
sem að var farið hafði hnjúkurinn alltaí síðasta orðið. Og
ekki varð honum skotaskuld úr því að svara fyrir sig á
útlenzku. Eftir að við höfðum skattyrt hann á 4—5 norsk-
um mállýzkum, kallaði ég til hans á íslenzku: „Ettu ’ann
sjálfur!“ — „Éttu ’ann sjálfur!“ anzaði hnjúkurinn. —
„Jæja, vertu þá sæll!“ sagði ég og gafst upp. — „Vertu þá
sæll!“ var svarað.
Loks komumst við upp á brún, og birtist þá hin fegursta
fjallasýn, tignarleg og töfrandi. Þá settumst við niður og
hvíldum okkur stundarkorn, en Lars hafði yfir hið fagra
kvæði Ásmundar Ólavssonar Vinje: „Her ser eg atter slike
fjell og dalar“:
„Þar brosir aftur byggðin minna dala,
sem barn ég fyrst í þessum heimi sá,
og sömu vindar heitum hvörmum svala,
og hér er ennþá gullið snjónum á;
í brjósti mínu bernskuraddir hjala,
ég bundinn stend og horfi á land og sjá;
því minnið er svo munarsælt og fegið,
að mér er sem ég gæti ei andann dregið“.
(Þýðing Matthíasar).
Þreytan hvarf skjótt, því þarna uppi er „loftið sem klára
vín“, og áfram var haldið. Enn skýldu hæðir nokkrar selj-
unum, en eftir stundarfjórðungs göngu sáum við heim til
þeirra, og var þá örskammt eftir. Við lustum upp húrra-
ópum, en hópur ungra stúlkna svaraði. Þarna voru sel frá
fleiri bæjum en Vík, og meyjarnar flykktust saman til þess
ftð fagna okkur. Ég sáröfundaði Lars, sem var kysstur og