Unga Ísland - 01.12.1947, Síða 118
108
faðmaður af þeim öllum, — því þetta voru systur hans
og frænkur. En ekki þorði ég að biðja um koss og enginn
var mér boðinn, en hýru brosin og glettnu augnatillitin,
sem mér voru óspart veitt, bættu nokkuð úr skák.
Við vorum nú leiddir inn í Víkurselið og bornar á borð
fyrir okkur „rjómakollur", — „römmekolle“. Eru það 10—
12 inarka trébyttur, sem nýmjólk hefur verið hellt í og
látin súrna yfir nótt. En mjólkin þarna í fjöllunum er ekk-
ert samsölugutl, því rjómaskánin ofan á byttunum var
alveg ýkjulaust þrír fjórðu úr sentimeter á þykkt. Út á
þetta var svo stráð sykri og muldum tvíbökum.
Við vorum bæði svangir og þyrstir, en leitun er á mat,
sem svo vel svalar hvoru tveggja sem „rjómakollan“. Og
naumast mun ég í annan tíma hafa tekið rösklegar til mat-
ar míns. — Víkurbræður létu ekki sitt eftir liggja. Hófum
við kappát úr byttunum, og mátti lengi ekki á milli sjá;
— en stúlkurnar hlógu að okkur, og sólin skein inn um
opnar dyrnar og lykt af brunnum eini angaði frá kulnuð-
um arninum. — Fór svo að lokum að ég dróst aftur úr,
og síðan Lars, en Jakob hélt velli, og hafði þó hvergi nærri
lokið úr byttunni. Þá komu stúlkurnar með flatbrauð og
smjör og kjúku til að gæða okkur á, en enginn hafði lyst
á því; var okkur þá gefið kaffi. Loks drógumst við með
erfiðismunum út í brekkuna fyrir framan selin og lágum
þar langa stund óvígir í sólskininu, en stúlkurnar settust
hringinn í kring og stríddu okkur. Það var mikið hlegið, —-
við vorum öll ung og glöð og ör af fjallaloftinu, en fram-
undan var endalaust líf, fullt af ævintýrum!
Er stúlkunum þótti of mikil værð færast yfir okkur,
lokkuðu þær hóp til sín af kiðlingum, sem voru á beit
allskammt þaðan. Og nú kárnaði gamanið. Kiðlingarnir
hófu villtan dans ofan á okkar háttvirtu bumbum, sleiktu
okkur í framan, smökkuðu á hári okkar og nörtuðu okkur
í nefin! Stúlkurnar engdust sundur og saman af hlátn.