Unga Ísland - 01.12.1947, Page 119
109
Við sáum þann kost vænstan að hverfa af hólminum; losn-
uðum við þá við kvenfólkið, en kiðlingarnir eltu okkur
jarmandi, meyjunum til mikillar skemmtunar. Til allrar
hamingju hittum við fyrir nokkra krakka og keyptum þá
með sælgæti til þess að reka frá okkur þennan stefnuvarg.
Héldum við nú sem leið lá upp á Gullringhöien, en um
liann er sú saga, að selstúlka frá Vík missti þar trúlofunar-
hringinn sinn endur fyrir löngu, en Huldan fann hann og
heimtaði koss hjá mannsefni stúlkunnar í fundarlaun. Ekki
man ég hvernig það endaði. En þarna af Gullringhöien
er eitt hið fegursta útsýni, sem ég hef séð í Noregi. Djúpt
undir fótum okkar, framan við seljabrekkuna, lá Fitja-
dalur og Fitjadalsvatn, en hinum megin dalsins hófust
háfjöllin; tindur blánaði bak við tind og milli þeirra gnæfði
livítt hvolfþak Folgefonnenjökuls! Loftið var tært og hress-
andi, svalt og hlýtt í senn. Og alger kyrrð ríkti.
Eg safnaði þarna nokkrum blómum og jurtum, sem ég' á
enn. Eæstar þeirra vaxa hér á landi. Og í móunum fann ég
litla hagamús, sem var svo spök, að hún kom og þefaði af
hendinni á mér. — Þetta atvik minnti mig á fornan spá-
dóm um friðarríki á jörð: „Þá mun úlfurinn búa hjá lamb-
inu!“ — Þarna var vissulega friður. Lækir runnu um lyng-
rindana með ljúfum niði, í stráunum hvíslaði þíður blær.
Vélagnýr stórborganna var fjarlægur, eins og leiðinlegur
draumur. Engin orð geta lýst stemningu þessa sumarheims
háfjallanna. Það var eins og öll viðhorf lífsins breyttust.
þar; hugurinn kyrrðist, hjartað fann ró.
Ég liafði skilizt frá félögum mínum og reikaði einn um
auðnina. Mér fannst hún tala til mín mildum rómi, og þó
ég skildi hana ekki til fullnustu, vissi ég að ræða hennar
var speki.
Dagurinn leið — og þó fátt skeði, þótti mér sem ég hefði
auðgazt af reynslu og viti. — Áður en varði hljómuðu köll
selstúlknanna út í síðdegiskyrrðina. Þær voru að lokka