Neytendablaðið - 01.10.1969, Síða 29

Neytendablaðið - 01.10.1969, Síða 29
voru þeirra eínu sinni, veldur vanafesta því aÖ neytandinn lieldur yfír- leitt áfram að nota hana, um einhvern tíma að minnsta kosti. Þessi eig.'nleiki kemur mjög skýrt fram í sígarettukaupum. Akveðið vörumerki er því lykill að markaðnum. Tilgangur auglýs- inga er að skapa tryggð við vörumerkið. Það er vörumerkið, sem er selt, fremur en varan sjálf. f viðskiptum er orðið algengt, að margir seljendur bjóði í sömu framleiðsluvöruna og selji hana síðan undir eigin vörumerki. Fáfróður neytandinn heldur síðan, að hann hafi um mismunandi vörutegundir að velja, þótt hann hafi raunar aðeins um mismunandi vörumerki að velja. Þessir viðskiptahættir eru ríkjandi í matvælaverzlun víða um lönd. Þar eru framleiðendur og seljendur yfirleitt tveir ólíkir aðilar, og stór heildsölufyrirtæki erlendis gegna þá fyrst og fremst hlutverki sem auglýsendur eigin vörumerkis. f þessu sambandi má nefna niðursoðna ávexti, en einnig ber mikið á þessu við sölu á sykri, hveiti, haframjöli og mörgum fleiri vörutegundum. Mætti t. d. spyrja að hvaða gagni íslenzkum húsmæðrum koma allar sjónvarpsauglýsingar um PiUsbury hveiti? Þegar allt kemur til alls eru það neytendur, sem að endingu greiða auglýsingarnar í vöruverðinu. Auglýsingar vörumerkja eru þess vegna að mjög miklu lcyti sóun á verðmætum. „Onnur einokunaráhrif auglýsinga eru þau, að þær skírskota til tilfinninga neytenda í þeim tilgangi að gefa einhverju vörumerki geislabaug óviðjafnanlegrar gæði. Þannig á kaupandinn ekki að velja tannkremstegund samkvæmt auglýsingum heldur að velja ást eða ótta, hann á ekki að velja sígarettutegund heldur velja milli níkótíns og krabbameins annars vegar og góðs smekks hins vegar. Þetta á svo að leiða til tryggðar við ákveðið vörumerki, sem svo mikið er sótzt eftir.“8) Sjónvarpsauglýsingar erlendis. í Bandaríkjunum eru sjónvarpsstöðvar reknar eingöngu fyrir fé frá auglýsendum. f Evrópu eru sjónvarpsstöðvar yfirleitt reknar fyrir al- mannafé. Sums staðar, t. d. á Norðurlöndum eru sjónvarpsauglýsingar ekki leyfðar. Bretland er í þeirri sérstöðu, að þar eru tvær sjónvarpsstöðvar, sem reknar eru á ólíkum grundvelli, — önnur fyrir almannafé og án aug- lýsinga, stöð B. B. C., hin fyrir fé frá sjónvarpsauglýsendum, I. T. V. stöðin. Áhrifin á gæði sjónvarpsefnis B. B. C. hafa verið þau, að þar hafa fræðsluþættir meira eða minna vikið fyrir skemmtiþáttum vegna samkeppninnar við I. T. V. Allar tilraunir til að koma á neytenda- fræðslu í brezka sjónvarpinu hafa því mistekizt, en hins vegar hafa NEYTEHDABLADID 29

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.