Neytendablaðið - 01.10.1969, Page 47

Neytendablaðið - 01.10.1969, Page 47
Fiskverzlanir í Reykjavík - Geysimikill munur er á gæðum þeirra Alls voru 46 fiskverzlanir á skrá Borgarlæknisembættisins í Reykja- vík 31. des. 1968. Fulltrúar Neytendasamtakanna heimsóttu allar þess- ar verzlanir í júlí—ágúst sl. sumar (1969), og skrifuðu niður athuga- semdir um hverja þeirra: Fjölbreytni fisktegunda. Tegundir umbúða. Loftræsting. Afgreiðslurými. Heildarsvip. Ef aðstaða leyfði var einnig athugað um vinnslurými og kæliaðstöðu. Ekki er hér mögulegt að skýra frá því hvaða einkunn hverri ein- stakri fiskbúð var gefin. Slíkt teldist óréttmætt þar sem slíkt krefðist miklu fleiri heimsókna í hverja einstaka fiskbúð en framkvæmdar hafa verið. T. d. þyrfti að heimsækja fiskbúðirnar um háveturinn, en þá eru gæftir oft slæmar. Þegar áðurnefnd athugun á fiskbúðum var gerð, voru gæftir alltaf mjög góðar, og þess vegna hefði alls staðar átl að vera nægilegt framboð af fiski ef fiskdreifingarkerfið væri í lagi og fisk- salar nógu árvakir. En þetta tvennt vill stundum vanta. Umbúðir voru ýmiss konar: Daghlöð, hvítur pappír, smjörpappír, plast eða eitthvað af þessu saman. Hér verður sýnt hvernig umbúðír hinar mismunandi fiskbúðir notuðu. Að sjálfsögðu getur þessi umbúða- notkun verið nokkuð breytileg frá degi til dags. Hér er sýnt hvers konar umbúðir voru notaðar utan um óflakaðan fisk á þeim degi, sem við heimsóttum fiskbúðirnar. Tekið skal frarn, að sumar fiskbúðir, sem notuðu aðeins dagblöð eða hvítan pappír utan um óflakaðan 'fisk, not- NEYTEHDABLADID 47

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.