blaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 12
V]S • UVdld
JólamatseðiH Silfurs
beint á borðið til þín
Silfur jólaflavors menu
Sýnishorn af kvöldseðli:
Forréttir Heitreykt turtildúfa með timjan,
rósapipar og hvítlauk
Kengúra með rósmarín, lakkrís-
rót og vílliberjum
Áll með rauðrófu, jerúsalem-
ætiþystlum og chorizo
Graflax með maísbaunum, dijon
sinnepi og sólselju
Aðalréttir Hreindýr með kantarellu,
rauðkáli og epli
Lynghæna með beikoni, döðlu
og andalifur
Andabringa og svínasíða með
mandarínu, súkkulaði og bbq
Vanillusaltaður þorskhnakki
með fennel, sítrus og myntu
Einnig opið í hádeginu
12 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2006
blaðiö
UTAN ÚR HEIMI
BRETLAND ~
Vændiskvenna leitað
Lögregla í Bretland leitar enn tveggja vændiskvenna í Ipswich, en þrjár
vændiskonur hafa fundist myrtar í nágrenni bæjarins síðustu daga. Lögreglan
í Ipswich óskar eftir upplýsingum frá öðrum vændiskonum og viðskiptavinum
þeirra og segir þær líklegastar til að hjálpa til við rannsókn málsins. Ein
kvennanna hafði verið kyrkt en engin merking kyrkingar var á hinum tveimur.
Eftir Atla isleifsson
atlii@bladid.net
Að minnsta kosti 57 manns létu
lífið og um 150 slösuðust í tveimur
sprengjutilræðum í miðborg
Bagdad í gærmorgun. Fyrra til-
ræðið var bílsprengja sem sprakk á
Tayaran-torgi þar sem verkamenn
sjíta höfðu safnast saman. Örfáum
mínútum síðar sprakk önnur
sprengja í nágrenninu. Skothvellir
heyrðust strax í kjölfar sprenging-
anna en óljóst er hvort um skot lög-
reglumanna eða almennra borgara
var að ræða. Skömmu síðar heyrð-
ust einnig smærri sprengingar í
nágrenninu.
Lögregla telur að um 150 kíló
af sprengiefni hafi verið notuð í
árásunum tveimur. Sprengjurnar
sprungu snemma morguns þegar fjöl-
margir írakar höfðu komið saman á
torginu í leit að vinnu. Fyrri spreng-
ingin olli því að mannfjöldinn hóp-
aðist saman á hinum enda torgsins
þar sem seinni sprengjan sprakk
skömmu síðar. Sprengjumaðurinn
reyndi að hámarka fjölda látinna og
særðra með því að fá þá til að hópast
að bílnum með loforðum um vinnu.
Khaled Nasser, íraskur verka-
maður sem varð vitni að tilræð-
unum, segir i viðtali við BBC að
enginn á torginu hafi staðið upp-
réttur eftir sprengingarnar. „Ég hélt
að allir væru látnir. Margir vinir
mínir sem létust rifnuðu í tvennt,
aðrir voru ekki með neina fætur og
í sumum tilfellum fann ég einungis
höfuð þeirra.“
Tayaran-torg hefur oft áður verið
vettvangur sprengjuárása í Bagdad,
en það er staðsett í grennd við
fjölda opinberra bygginga og við
brú yfir Tígris-fljót sem aðskilur
meðal annars græna svæðið sem er
á valdi Bandaríkjahers frá öðrum
hverfum borgarinnar. Á hverjum
degi sækja sjítar frá Sadr-hverfi
þangað í von um að fá vinnu, en
atvinnuleysi hefur aukist mikið í
landinu að undanförnu.
New Style Restaurant / Pósthússtræti 11 / 578 2008 / www.silfur.is
Jeppadekkin frá
Vinsælustu 38” dekkin á markaðnum í dag
Fiallasport
■®4x4 specialist"
Viðarhöfða 6 - Sími 577 4444
Radíal-dekk,
Sidebiters®
til varnar og
bætir grip
38x15,5R15
• Gróft snjómynstur
• Sterkar 3ja
laga hliðar
• 6 laga sóli,
sérlega sterkur
• Nákvæm
framleiðsla
• Langur
endingartími
• Istandast mjög vel mál,
• I Leggjast einstaklega
Ivel við úrhleypingu,
• | Mjög hljóðlát.