blaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2006 blaöi6 Afmælisbarn dagsins HEINRICH HEINE SKALD, 1797 Mesta haminaja lífsins er aö vera sannfærður um aö maður sé elskaöur. Victor Hugo kolbrun@bladid.net Minningabrot, tilraunir og fleiri bækur Bókaútgáfan Skjaldborg gefur út bókina Glefsur - minninga- brot úr ævi og starfi læknis, eftir Hjalta Þórarinsson, fyrrum prófessor og yfirlækni. Hjalti er fyrir löngu þjóðkunnur fyrir margvísleg störf sín á sviði heilbrigðis- og líknarmála. í þessari bók segir Hjalti frá bernsku sinni og uppvexti í Húnaþingi og námi og störfum innan lands og utan, en hann hefur víða látið til sín taka. Bókaútgáfan Skjaldborg hefur gefið út bókina Ferðin yfir fljótið eftir Kristján Hreins- son. Ágúst Bjarnason teiknaði myndirnar. Þetta er fjórða bókin um afa ullarsokk, þennan skemmtilega karl, og allt fólkið í kringum hann. Bókaútgáfan Skjaldborg hefur gefið út Tilraunabók barnanna eftir Bernt Sundsten og Jan Jáger. Örnólfur Thorlacius þýddi. Þessi bók opnar börn- unum leið að heimi tilraunavís- inda. Þau komast að því, hve skemmtilegLS það getur verið að uppgötva hvernig hlut-J irnir gerast - og hvað gerist ekki. Hér er lýst fjölda stórskemmtilegra og einfaldra tilrauna sem hver og einn getur gert og best af öllu er að allt sem til þarf er innan seilingar á heimilinu. Þetta er 3. útgáfa þessarar sívinsælu bókar. Bókaútgáfan Skjaldborg hefur gefið út Galdrabók barnanna eftir Bernt Sundsten og Jan Jáger. Örnólfur Thorlacius þýddi. Það GALDRABÓK BAI er töfrandi að galdra! Sjónhverf- ingar og töfrabrögð, j að geta látið hluti hverfa og birtast á ný og hafa vald á yfirnátt- úrulegum öflum, allt þetta hefur heillað mannkynið frá örófi alda. En allir galdramenn þurfa að æfa brögð sín í þaula. Hér má lesa um það hvernig á að þjálfa sig í að verða dugandi galdramaður, hvernig á að skapa rétt andrúmsloft á sýn- ingum og koma vinum sínum og kunningjum á óvart á hinn furðulegasta hátt. Norrænt samstarf um drauga að er mikill léttir að þessi bók skuli vera komin í heiminn. Mér líður eins og ljósmóður sem var að taka á móti áttburum,“ segir Sigþrúður Gunn- arsdóttir, útgáfustjóri barna- og unglingabóka hjá Eddu, um bók- ina Draugurinn sem hló. í bókinni, sem er norrænt samvinnuverkefni og kemur út á átta tungumálum, er að finna fimmtán nýjar draugasög- ur eftir fimmtán norræna höfunda skreyttar glæsilegum litmyndum. Fulltrúar fslands eru rithöfundarn- ir Gerður Kristný og Kristín Helga Gunnarsdóttir, og myndskreytarn- ir Halldór Baldursson og Áslaug Jónsdóttir. Draugaþing í Reykjavík „Hugmyndin var einfaldlega sú að búa til safn af nýjum draugasög- um fyrir nokkuð stálpaða krakka, sögurnar máttu alveg vera svolítið hræðilegar og ýfa hárin i hnakkan- um,“ segir Sigþrúður. „Þessi hug- mynd fæddist síðla árs 2004 og verkefnið hófst á því að hver útgef- andi valdi höfunda og höfundarnir skrifuðu tvær sögur sem þeir luku snemma árs 2005. Sögurnar voru síðan þýddar á eitthvert af skand- inavísku málunum til að höfund- arnir gætu lesið allar sögurnar og haft á þeim skoðun. Síðan hittist hópurinn í aprílbyrjun í fyrra á tveggja daga þingi hér í Reykjavík þar sem unnið var með sögurnar og rætt um þær. Eftir uppbyggi- lega gagnrýni voru sumar sögurn- ar skrifaðar upp á nýtt og öðrum var breytt. Sumar þóttu ekki nógu hræðilegar fyrir stálpaða krakka því sögurnar máttu ekki vera of barnalegar. Aðrar þóttu of skelfi- legar. Við í íslenska hópnum kom- umst að því að íslendingar hafa groddalegri smekk fyrir hryllingi en Skandinavar. Það var mjög fróðlegt að heyra, hvaða skoðanir menn höfðu á ólík- um sögum og hverju þeir bjuggust við. Skandinavar vilja gjarnan að íslenskar draugasögur tengist náttúrunni eða þjóðsögunum og vildu ekki að íslensku sögurnar Sigþrúður Gunnarsdóttir „Mér líður eins og Ijósmóður sem var að taka á móti áttburum," segir hún um nýja bók, Drauginn sem hló, sem kemur út á átta tungumátum. gerðust í nútímanum í borg, en önnur þeirra gerir það reyndar og hélt sér. Á þessu tveggja daga þingi velt- um við því mikið fyrir okkur hversu mikið má hræða börn. Dag- ný Kristjánsdóttir hélt þar mjög skemmtilegt erindi þar sem hún fjallaði um ýmislegt í gömlu þjóð- sögunum, sem voru á allra manna vörum og sagðar börnum ekki síð- ur en fullorðnum. Þar er ýmislegt skelfilegt á ferðinni og Dagný fjall- aði um ástæður þess að við viljum láta hræða okkur og fá hryllinginn skýrt afmarkaðan í sögu sem við getum síðan lagt frá okkur og hald- ið svo áfram að vera örugg í okkar daglega lífi.“ Engirlausir endar Eftir þingið sneru höfundarnir heim og endurunnu sögur sínar, þær voru myndskreyttar og síðan var þeim skilað í endanlegu formi til þýðingar. Þær voru þýddar á átta tungumál og eru komnar út með þremur ólíkum kápumyndum því hver útgefandi valdi kápu eftir því sem hann taldi passa fyrir sinn markað. Bókin er ætluð börnum frá tíu ára aldri og til unglingsára. Sigþrúð- ur er að lokum spurð hversu mikið megi hræða börn. Hún segir: „Það eru mörg dæmi um barnabækur sem enda illa en þá verður sögu- maðurinn að stilla sig svo þétt upp við barnið sem er aðalpersónan að hann fylgi persónunni og þar með lesandanum í gegnum hryllinginn ogskiljisöguhetjunaeftiráeinhverj- um góðum endapunkti jafnvel þótt eitthvað hræðilegt hafi gerst í milli- tíðinni. Það má ekki skilja ungan lesanda eftir með lausa enda. Það verður að leiða málin til einhverra lykta og skilja hvorki lesandann né aðalpersónuna eftir í óöryggi.“ Draugurinn sem hló kom út hjá átta norrænum útgefendum nú í nóvember, auk Eddu eru það Tammi í Finnlandi, Eriksson & Lindgren í Svíþjóð, Phabel í Dan- mörku, Milik á Grænlandi, Bóka- deildinni í Færeyjum, Det Norske Samlaget í Noregi og Davvi Girji í Samalandi. menningarmolinn Ameríkumaöur Gershwins Á þessum degi árið 1928 frum- flutti The New Philharmonic í New York, Ameríkumann i París (An American in Paris), eftir snill- inginn George Gershwin. Verkið telst nú til klassískra verka. Árið 1951 var gerð samnefnd kvikmynd með Gene Kelly í aðalhlutverki en Kelly samdi dansa við verk Gersh- wins og dansaði þar sjálfur. Mynd- in vann sex Óskarsverðlaun, var þar á meðal valin besta kvikmynd ársins og hlaut verðlaun fyrir tón- listina. Gershwin fæddist árið 1898 og sýndi engan áhuga á tónlist fyrr en hann varð tólf ára en þá keyptu for- eldrar hans píanó. Fyrsta lag hans til að slá í gegn var Swanee. Hann vann náið með bróður sínum Ira. Árið 1935 var djassópera hans Porgy og Bess frumflutt. Tveimur árum síðar lést Gershwin úr heilaæxli, skömmu fyrir 39. afmælisdag sinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.