blaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 20

blaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 20
blaöið MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2006 Hundarnir fara ur í jólaköttinn í jólaskapi Jólafötin eru ómissandi hverjum hundi. hundafötunum! Það sem meira er, fötin hafa verið sýnd á stærstu gæludýravörusýningu í heimi, Interzoo, sem haldin er í Þýskalandi annað hvert ár. Einnig hafa fötin verið sýnd á New York Pet Fashion Week og viðtökurnar voru frábærar! Stórum og smáum hundum verður kalt Það er mikilvægt að hundar eigi góðan fatnað, og þá ekki aðeins smáhundarnir, þótt þeim hætti fremur til að verða kalt en þeim stóru. Stórum, loðnum hundum kemur þó vel að eiga til dæmis regngalla til að bregða sér í þegar þeir fara í göngu í rigningu. Um þessar mundir er hægt að fá fallegu hundafötin frá Theo i 7 mismunandi stærðum og hundaföt sem henta við nánast öll tækifæri, svo það er nokkuð öruggt að íslenskir hundar, svo ekki sé talað um hunda í ótal öðrum löndum, fara ekki í jólaköttinn úr þessu. Því hefur löngum verið haldið fram að þeir sem ekki fá nýja flík um jólin fari í jóla- köttinn. Ekki væru það góð örlög fyrir hund. Engin ástæða er heldur til þess að svo illa fari því íslenskur hönnuður, Theodóra Elísabet Smáradóttir, hefur hannað ótal falleg föt á hunda, bæði stóra og smáa. Theodóru rann blóðið til skyldunnar varð- andi hundafötin því hún eignaðist lítinn chi- huahua-hund, Lúlla, og tók eftir því að honum var oft kalt. Hins vegar fann hún lítið sem ekk- ert af fatnaði sem hentaði honum, svo ekki sé talað um að fötin færu honum vel og entust eitthvað. Hún brá því á það ráð að sauma litla rauða flíspeysu handa Lúlla. Viðbrögðin voru ótrúleg og hver sem sá Lúlla í peysunni vildi vita hvaðan hún væri komin og hvort hægt væri að fá svona flík handa sínum hundi. Theodóra byrjaði að sauma föt f hunda annarra en eftirspurnin jókst svo að hún varð að ráða til sín saumakonu. Þetta er sjúkra- galli sem gott er að færa hundinn íefhann hefur fariö í aðgerð, enda hættir honum þá til að sleikja sárið og jafnvel naga saumana úr, ef hann kemst að þeim. er seldur alls staðar á Norð- urlöndum, í Kanada, USA, Bretlandi, Ítalíu, Lettlandi, Rússlandi og Hollandi og senn ganga hundar um allan heim í íslensku Komin á heimsmarkað Framhald sögunnar er að Theodóra stofn- aði fyrirtækið Theo með kærastanum sínum Sigurði Jónssyni og farið var að framleiða hundafötin erlendis. Theo-hundafatnaðurinn Flottur Eskimóagallinn er klæðilegur. Hlúleg Jólastemníng!! Fu.ll búð affalleguM wrunt íjólapakkana! Flottir jólasvemcur, snjókarlar, alpajólatré og cjífarlega fjölbreytt cjjafavara, tilcíoemis myrtdir, kUkkur, tréskólar, matarstelloft.ofí. Sjón ersöau ríkari! VIRKA Húsgögn Verslunin er opin mán-fös frá 10-18 Opnunartímar laugardaga í desember: 2/12 frá 11-16, 9/12 frá 11-18, 16/12 frá 11-18, 23/12 frá 11-20. Mörkin 3, sími 568 7470 www.virka.is Fiskiprinsinn í fjöri Það verður jólastemning hjá fiskiprinsinum sem segist vera mikill jóiastrákur. Fiskiprinsinn með skötujól og jólasveina ífiskbúðinni „Að elda skötu er sennilega van- þakklátasta eldamennskan en hún er engu að síður ómissandi á Þor- láksmessu," segir Eyjólfur Júlíus Pálsson sem er betur þekktur sem fiskiprinsinn. Hann starfrækir ásamt Halldóri Heiðari Halldórs- syni fiskbúðina Fiskiprinsinn í Hlíð- arsmára 8 í Kópavogi. Hann segist bjóða upp á fjölbrey tta flóru í búðinni og skatan sé sérstak- lega góð. Prinsinn játar vissulega að skatan geti orðið umdeild á heimil- inu þegar verið er að elda hana, lykt- arinnar vegna. Hann segir að fólk hafi fundið mismunandi lausnir á því, eins og að elda hana úti í bílskúr. Aðspurður hvort fólk sé að skipta út svínahryggnum á aðfangadag fyrir hvalinn segist hann ekki selja hann. „Manni þykir nú lúmskt vænt um þessa hvali,“ segir hann hlæjandi og bætir við að ástæðan sé nú samt sú að hvalkjötið sé bara hreinlega búið hjá honum. Að sögn fiskiprinsins er hann mikið jólabarn. „Ég hef alltaf verið mikill jólastrákur," segir prinsinn sem ætlar að hafa jólasveina í búð- inni fyrir jólin. Hann segist ekki viss hvort Grýla komi í heimsókn en segist splæsa signum fiski á hana láti hún sjá sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.