blaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 50

blaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 50
Guðdómlegir í jólapakkann. Mikið úrval! ■atpfnnft »97-» ntíu tmuriz KLAPPARSTÍG 40, SÍMI 552 7977 www.belladonna.is Opið mán-fös 11-18, laugardaga 11-15 llbelladonnan Skeifunni 11,108Rvk • S 517 6460 t _ B E * 3 « B cn □ 0 51 E t 3 ID Q, 31 B. ,E S ■o ► c c QJ § in í = :7 ■5 X E (D □ c ^ X "31 3 C J3 28. desember Jólaball Eflingar-stéttarfélags veröur haldið fimmtudaginn 28. desember, kl.16:30. í Lídó, Iðnaðarmannahúsinu við Hallveigarstíg 1 Húsið opnar kl.16:00. Miðar eru seldir hjá Eflingu, Sætúni 1. Upplýsingar í síma 510 7500. Jólasveinar koma í heimsókn Hljómsveit sér um dans og söng Boðið verður upp á veitingar Nammipokar fyrir börnin Miðaverð: Börn 400 kr., Fullorðnir 600 kr. Sjóklæðagerðin 66°Norður er 8o ára um þessar mundir. Hönnun og markaðssetning fyrirtækisins hefur vakið athygli víða og verið verð- launuð hérlendis sem erlendis. Rúm- lega 300 manns starfa hjá 66°Norður sem rekur verslanir og verksmiðjur í nokkrum löndum. Starfsemi Sjóklæðagerðar íslands hf. hófst 1926 þegar Hans Krist- jánsson frá Súgandafirði og fleiri hófu framleiðslu á hlífðarfatnaði fyrir sjómenn og fiskverkafólk á norðurslóðum. Starfsemin var á Skúlagötu 51 frá 1942 til 2000 en flutti þá í eigið húsnæði í Garðabæ þar sem höfuð- stöðvarnar eru. Árið 1966 keypti verksmiðjan Maxhf. Sjóklæðagerð Is- lands hf. og til varð Sjóklæðagerðin hf. Rúmum áratug síðar skiptu eig- endurnir fyrirtækinu upp. Mikil samkeppni hófst og Sjóklæðagerðin tók upp vörumerkið 66°Norður. Árið 1998 keypti svo Sjóldæðagerðin Max. Breytt hráefni, aðferðir og vöruúrval Framleiðsluaðferðir og vöruúrval hafa gjörbreyst á 80 ára ferli. Fatn- aðurinn hefur verið saumaður úr óolíubornum hessianstriga, vínyl- húðuðum PVC-efnum og nú síðast úr flís- og hátæknilegum öndun- arefnum, t.d. Polartec og E-vent. 66°Norður hefur tekist vel að laga sig að breytingunum og er leiðandi á sínu sviði. Þróunar-, hönnunar- og markaðs- starf hefur verið öflugt og ný fram- leiðslutækni og hráefni hafa aukið fjölbreytnina. Vaxtarbroddurinn hefur verið í hönnun og framleiðslu alhliða útivistarfatnaðar jafnt innan- lands sem víða erlendis. Vörumerkið 66°Norður er áberandi í íslensku þjóð- lífi og sést á fatnaði björgunarsveita- og heilbrigðisstarfsfólks, lögreglu og slökkviliðs og margra annarra. Mark- aðsstarfið hefur byggst á að fyrir- tækið hafi haldið hita á íslendingum í 80 ár og bjóði fötin sem fólk þarf til að lifa af á íslandi. Hrjóstrugt land og baráttan við náttúruöflin er grunnur- inn að þekkingunni sem á þátt í að framleiða gæðafatnað 66°Norður og lögð er áhersla á sérstöðu íslands og íslendinga í markaðssetningu er- lendis sem leiðir af sér fatnað sem hentar ólíkum aðstæðum. Hönnunar- og þróunarstarf 66°Norður hefur vakið athygli enda telur fyrirtækið samvinnu við not- endur ákaflega mikilvæga og í raun séu þeir hluti af rannsóknar- og þróunarteyminu. Hér eru tíu verslanir undir merkjum 66°Norður og Ramma- gerðarinnar. Einnig eru verslanir og verksmiðjur í Lettlandi og föt seld í búðum undir 66°Norður í Hollandi og Litháen. Heimasíða fyrirtækisins er www.66north.is og www.66north. com. SS hangikjötið er birkireykt Birkireykta hangikjötið frá SS færir okkur jólailminn beint inn í stofu á aðfangadagskvöld, hvort heldur hangikjötið er aðalmáltíð jólanna eða borið fram í jólaboðinu á jóla- dag. Ástæðan er auðvitað sú að enginn biður með að sjóða hangikjötið fram á jóladag, enda vilja allir fá ilminn í húsið sem allra fyrst og fá að njóta hans sem lengst. Hangikjöt og jólahald fara saman hjá flestum ef ekki öllum íslendingum. SS vörumerkið er þekkt fyrir fyrsta flokks vöru, gæði og gott bragð enda leggur Sláturfélag Suðurlands mikinn metnað í að framleiða gæðavöru nú sem fyrr. Birkireykta hangikjötið frá SS er að- eins framleitt úr fyrsta flokks hráefni. Það er mjúkt, safaríkt, hæfilega bragðmikið og algjörlega ómissandi jólaréttur á jóla- borðum Islendinga. SS hefur framleitt hangikjöt í hartnær heila öld og byggir því framleiðslu sína á gamalli hefð. Við reykingu á birkireykta SS hangikjötinu er eingöngu notað íslenskt birki. Þótt við tengjum vissulega SS hangikjötið við jólin má ekki gleyma þeirri staðreynd að birkireykta hangikjötið er framleitt allan ársins hring. Hins vegar er farið að fram- leiða jólahangikjötið upp úr miðjum nóvember og þá leggja kjötiðnaðar- meistarar SS nótt við dag til að halda gæðum í hámarki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.