blaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 59

blaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 59
blaöið MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2006 5 9 Landið, veðrið og íslenski hesturinn Hjá Forlaginu er komin út ný bók með Ijósmyndum Sigurgeirs Sig- urjónssonar, Landið okkar. Bókin kemur einnig út á ensku, Found in lceland. Bækur Sigurgeirs hafa selst í hundruðum þúsunda eintaka um heim allan og myndir hans orðið tákn fyrir kyrrðina, víðáttuna og mikilfengleikann í íslensku lands- lagi. I Landinu okkartalar hann til okkar íslendinga. Hann lýkur upp fjársjóðum íslenskrar náttúru og sýnir okkur í allri sinni dýrð landið sem okkur var fengið til fylgdar. Sigurður Steinþórsson jarðfræð- ingur ritar ítarlegan skýringartexta en inngangur er eftir Andra Snæ Magnason rithöfund. Hjá Máli og menningu eru komnar út bókin Veður og umhverfi. Unnur Ólafsdóttir veðurfræð- ingur þýddi bókina og samdi íslenska efnið. í þessari bók er fjallað á afar aðgengilegan og myndrænan hátt um hinar mörgu ásjónur veðursins og ýmis veðurfyrirbæri eru útskýrð (máli og greinargóðum myndum. Samspil veðurs, umhverfis og manns er líka skoðað frá ýmsum hliðum, svo sem umhverfismál sem brenna á mönnum um þessar mundir, þar á meðal gróðurhúsa- áhrif, veðufarsbreytingar, óson- lagið, mengun og endurvinnsla. Þá eru stórbrotnu og fjölbreyttu veður- fari Islands gerð sérstök skil. Hjá Máli og menningu er komin út bókin Litir íslenska hests- ins eftir Friðþjóf Þorkelsson. [ þessari bók er loksins komið til móts við þarfir hestafólks fyrir skýrt, greinargott og heildstætt yf- irlit yfir alla liti og litbrigði íslenska hrossastofnsins. Höfundurinn, Frið- þjófur Þorkelsson, hefur af fádæma elju og þolinmæði unnið áratugum saman að því að Ijósmynda alla liti og öll litbrigði sem þekkt eru. Sjald- gæfum afbrigðum er gefinn sér- stakur gaumur og fylgt er þróun lita frá folaldsaldri til fullorðinsára, sem er ómetanlegt fyrir alla sem vilja átta sig á framtíðarlitum folalda. Ágúst Sigurðsson, rektor Land- búnaðarháskóla Islands, ritar for- mála og vísindalega ráðgjöf veitti dr. Anne Phaff Ussing líffræðingur. Bókin er á fjórum tungumálum: (slensku, ensku, þýsku og dönsku. Ólafía Sigríður Dúna Kristmundsdóttir Bækur Opið virka daga 11-19 laugardaga og sunnudaga 12-18 Glæsileg * Olafía Jóhannsdóttir átti merkilega ævi. Hún fædd- ist árið 1863, ólst upp undir handarjaðri Þorbjargar Sveinsdóttur og varð mikil kven- réttindakona. Þeir sem þekktu Ólafíu fyrst og fremst sem mikla trúmanneskju og verndara vænd- iskvenna í Ósló munu hafa gaman af að kynnast hinni hlið hennar - baráttukonunni fyrir kvenrétt- indum. Og bók Sigríðar Dúnu veitir reyndar mjög greinargott, skemmtilegt og skarplegt yfirlit saga baráttukonu yfir upphaf íslenskrar kvenrétt- indabaráttu. Sigríður Dúna skrifar um þessa merkilegu konu af mikilli samúð og skilningi og úr verður spennandi saga um konu sem á margan hátt var langt á undan sinni samtíð. Manni finnst eiginlega undarlegt að svo margbrot- in, íhugul og ástríðufúll manneskja hafi vaxið úr grasi í fásinni 19. aldar- innar á Islandi en Sigríður Dúna gef- ur okkur reyndar að ýmsu leyti aðra mynd af íslensku samfélagi en oftast erhaldiðaðokkur. Texti hennar er aðgengilegur og nákvæmur en líklega afar læsilegur og Sigríður Dúna hikar ekki við eig- in hugleiðingar og útlistanir þegar svo ber undir. Það er afar þakkar- vert hvernig hún hefur fært okkur ævisögur kvenna sem hingað til hafa varla verið nema neðanmáls- greinar í sögunni. Hin hægláta Ólaf- ía, sem geymdi þó í brjósti sér svo djúpar ástríður og heitar hugsjónir, hún er svo sannarlega fullsæmd af þessari glæsilegu bók. Illugi Jökulsson Bætum nýjum vörum við daglega! Barnafatnaður Jakkaföt Stakir jakkar Frakkar Buxur Skyrtur Bindi Bolir Peysur Kápur Blússur Pils Kjólar Toppar Sokkar Hanskar Treflar Vettlingar Húfur Nærfatnaður ffllú fato.ók¥ nn 1' /1 Mfjjsjij' 7 Sængurfatnaður og handklæði á gjafverði! '//zn' EZdA SAAAA ran<s/i\-. J .) r—1__> r b x n íj\ ?\Æ\n7T/7Æ\ I ’
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.