blaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 26

blaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 26
Heilbrigðara líf fyrir alja Ef fylgt er þeim hollráðum sem Lýðheilsustöð miðlar lands- mönnum með ýmsu móti, m.a. í formi kynningarefnis, fræðslu og upplýsinga, sem til dæmis má finna á heimasíðunni www.lyd- heilsa.is, er ekki ólíklegt að lífið verði mönnum auðveldara. Það gildir jafnt um unga sem gamla og vissulega er kostur að geta horft til efri áranna með von um að geta notið þess sem lífið býður upp á þegar fólk er hætt að vinna. Meginhlutverk Lýðheilsu- stöðvar, sem stofnuð var árið 2003, er að skapa landsmönnum tækifæri til heilbrigðs lífs. Það er gert með þrennu móti: Að efla þekkingu með þátttöku í rann- sóknum, kennslu og árangurs- mati á aðgerðum, að fræða, og hafa þannig áhrif á viðhorf og hegðun, og loks að vera stjórn- völdum til ráðgjafar og hafa með því áhrif á bættar aðstæður. Starfsemi Lýðheilsustöðvar skiptist í þrennt: Verkefnasvið, rannsókna- og þróunarsvið og loks samskiptasvið. Margar rannsóknir eru framkvæmdar á vegum Lýðheilsustöðvar og þá ekki síst í samvinnu við aðra. Þró- aðir hafa verið svokallaðir heilsu- vísar sem ná til tóbaksvarna, áfengis- og vímuvarna, slysa- varna barna, mataræðis, hreyf- ingar, líkamsþyngdar, geðræktar og tannverndar. I byrjun er tekin staðan í viðkomandi málaflokki og síðan fylgst með þróuninni i ljósi þeirra aðgerða sem gripið er til og skili þær ekki tilætluðum árangri verður að sjálfsögðu að finna nýjar leiðir. Geðorðin 10 Hjá Lýðheilsustöð er hægt að fá segulspjald með Geðorðunum 10 til að festa á ísskápinn. Eitt þess- ara 10 geðorða er: Hreyfðu þig daglega, það léttir lund. Á heima- síðunni má lesa um að hreyfing hefur ekki bara góð áhrif á lík- amlega heilsu heldur bætir hún einnig andlega líðan. Því er fólk hvatt til þess að finna einhverja skemmtilega hreyfingu sem það getur stundað reglulega og án efa verður þessi hreyfing til að bæta bæði andlega og líkamlega líðan viðkomandi í nútíð og framtið. Kynnið ykkur hvað hægt er að gera til að lifa heilsusamlegra lífi á www.lydheilsa.is. Skammdegið er mörgum erfitt og því um að gera að finna eitthvað sem getur hresst og kætt. GEÐORÐIN 10 1. Hugsaðu jákvætt, það er léttara 2. Hlúðu að þvi sem þér þykir vænt um 3. Haltu áfram að tæra svo lengi sem þú lifir 4. Lærðu af mistökum þinum 5. Hreyfðu þig daglega, það léttir lundina 6. Flæktu ekki lif þitt að óþörfu 7. Reyndu að skilja og hvetja aðra í kringum þig 8. Gefstu ekki upp, velgengni í lífinu er langhlaup 9. Finndu og ræktaðu hæfiletka þína 10. Settu þér markmið og láttu drauma þina rætast LÝDHEI LSUSTOO 3. Eigið marsípan Möndlur innihalda mörg holl Góð ráð fyrir sælgætisgrísi Sælgætisgrísir komast auðvitað ekki hjá því að gæða sér á öllum kræsingunum sem eru á borðum um jólin. Sætindin þurfa þó ekki öll að vera óholl. 1. Dökkt súkkulaði í dökku súkkulaði eru andox- unarefni sem eru holl fyrir lík- amsstarfsemina. Fullyrt er að efnin verndi gegn krabbameini auk þess sem dökkt súkkulaði á að vera gott fyrir hjartað sé þess neytt í hófi. 2. Heilar hnetur Þótt hnetur séu fullar af hollum efnum þarf að gæta þess að borða ekki of mikið af þeim. Ef þú þarft að hafa fyrir því að brjóta hneturnar er Ííklegt að þú borðir minna af þeim en ella. Heilar hnetur eru ósaltar og þess vegna hollar. Þú færð fleiri næringarefni úr blöndu af ýmsum tegundum en ef þú borðar bara eina tegund. næringarefni, eins og til dæmis B- vítamín, magnesíum, sink, járn og E-vítamín. í ekta marsípani er jafnmikið magn af möndlum og flórsykri. í þínu eigin marsípani skaltu hafa 70 prósent möndlur og 30 prósent flórsykur. Þá færðu meiri næringarefni í þig auk þess sem bragðið verður betra. En þú skalt samt varast að borða of mikið. • 500 g möndlur • 250 g flórsykur • 1-2 eggjahvítur Settu möndlurnar í heitt vatn og fjarlægðu síðan hýðið af þeim. Láttu þær síðan þorna. Hakkaðu möndl- urnar tvisvar, í seinna skiptið með flórsykrinum. Bættu eggjahvítu (óþeyttri) út í þar til blandan er orðin seig. Láttu marsípanið liggja á köldum stað í tvær klukkustundir þar til þú formar það. oon gjafakort Bláa lónið Húðvörur Spa meðferðir Veitingar Gisting Upplýsingar í síma 420-8832 eða á bluelagoon@bluelagoon.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.