blaðið - 13.12.2006, Síða 45

blaðið - 13.12.2006, Síða 45
I MacBook fartölvurnar frá Apple eru arftakar hinna geysivinsælu iBook og PowerBooksem margir ættu að þekkja. Sérstakt útlit Apple-fartölvanna hefur löngum vakið verðskuldaða athygli og MacBook er engin undantekning. Ný- verið skipti Apple um örgjörvagerð og fékk um leið samhæfni við Windows en allar MacBook tölvur eru með því nýjasta í örgjörvaheimum — geysi- öflugum Intel Core 2 Duo örgjörva sem hefur komið griðarlega vel út í afkastaprófunum. Apple er sem fyrr í þeirri einstöku stöðu að vera framleiðandi bæði hug- og vélbúnaðarins og geta því boðið samofna heildarupplifun sem er ekki á færi annarra. Nefna má að í loki tölv- unnar er innbyggð myndavél og hljóð- nemi fyrir myndfundi sem virkar með fjölda annarra forrita frá Apple. Tölv- unni fylgir þráðlaus fjarstýring sem gerir notanda kleift að stjórna spilun og birtingu tónlistar, útvarps, kvik- mynda og ljósmynda á afar einfaldan hátt. MacBook-linan er tvískipt: Til eru smærri tölvur með umgjörð úr hvítu eða svörtu plasti og 13” skjá sem nefn- ast MacBook og stærri gerð, MacBook Pro, með 15 og 17” skjá. Umgjörð Pro- línunnar er úr kolefnisstyrktu áli. Öllum Apple-tölvum fylgir iLife marg- miðlunarhugbúnaður til kvikmynda- gerðar, tónsmíða og margs fleira ásamt virusalausa stýrikerfinu Mac OS X. iPod Hi-Fi í stað tónleikahúss Fylltu heimilið hljómi en ekki af hljómtækjum. Vertu með tónlist- arsafnið innan seilingar en ekki á hundruðum geisladiska. Breyttu tón- listarupplifuninni og fáðu þér þetta glæsilega hljómtæki sem státar af krist- alstærum hágæðahljómi úr einstak- lega vel hönnuðu tæki. iPod Hi-Fi frá Apple er með sér- stöku iPod-tengi að ofanverðu þar sem iPod-spilarinn hvílir og fær raf- magn beint frá tækinu. Stílhrein Apple-fjar- stýring fylgir en með œiSRMWSas??:-; -r w o henni má skipta um lög á iPod-spilaranum og stjórna hljóðstyrk tækisins. iPod Hi- Fi er hentugt á ferðalögum enda er hægt að setja sex rafhlöður í tækið og hækka í botn í sumarbústaðnum eða garðinum (f þurru og góðu veðri auðvitað). Tengja má tölvuna eða önnur tæki með hljóðinntaki og nota hátalarana með öðrum tækjum en iPod og breyta t.d. iPod Hi-Fi í þráðlausa hátalara með aðstoð AirPort Express og spila tónlist þráðlaust beint úr iTunes. Ekki bíða eftir því að tónlistarhúsið rísi og prófaðu iPod Hi-Fi hjá Apple IMC á Laugavegi 182 og í Kringlunni. Verðið er 39.990 kr. Heimasíðan hjá Apple er www. apple.is. Hreindýrafilet með peruturni 800 g hreindýrafilet • 1 tsk. salt • 1/2 tsk. pipar • 2 msk. smjör • 1 msk. ferskt timjan • 1 msk. salvía Kartöflur • 4 stórar kartöflur • 4 perur • 1 msk. smjör • 14 tsk. pipar • 1/2 tsk. salt Sósa • 1 skalottlaukur • 1 msk. smjör • 2 dl rauðvín • 1 poki soðsósa Grænmeti • 100 g spínat • 100 g sveppir • 6 skalottlaukar • 1/2 tsk. salt • 14 tsk. pipar • 1 msk. smjör ISkrælið kartöflurnar og skerið þær og perurnar í Vi cm þykkar sneiðar. 2Brúnið sneiðarnar í smjöri á heitri pönnu. Bragðbætið með salti og pipar. 3Takið af pönnunni og staflið upp eins og turn, kartöflur og perur til skiptis, setjið síðan á bök- unarplötu eða í eldfast form og bakið í um það bil 20 mínútur við 125°C hita. Hreinsið hreindýrafiletið og veltið því síðan upp úr smátt söx- uðu fersku kryddjurtunum. Bragð- bætið með salti og pipar. Brúnið á heitri pönnu á öllum hliðum þar til kjötið hefur fengið fallegan lit. Leggið kjötið í eldfast form og steikið með peruturninum. Sósan Saxið Iaukinn smátt og steikið létt í smjörinu. Hellið rauðvíni yfir og látið suðuna koma upp. Sjóðið niður um helming. 2Útbúið soðsósuna eftir leið- beiningunum á pakkanum, notið rauðvínssoðið í staðinn fyrir hluta af vatninu sem á að fara út í soðsósuna. Grænmetið Skrælið skalottlaukinn og skiptið honum í fjóra hluta. 2Takið stilkana af spínatinu og skolið það vel í köldu vatni. 3Hreinsið sveppina og skerið þá í þykkar sneiðar. Brúnið sveppina og laukinn á pönnu og bætið spínatinu saman við í lokin. Dr.Hauschka r.Himu-íite »«c.„ DayCr Cleansing ..QCntle cteanser nuVc-up rcmovcr Ör.Ha Dr.HauS Dr.Hau Care o ? -—? Dr.Hauschka Náttúrulegar snyrtivörur Skólavörðustíg 16 s: 562 4082 4

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.