blaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 54
Hvernig er best
- Hugsaðu vel um gersemarnar
Silfur verður ávallt matt og missir
gljáa sé það ekki hreinsað reglulega.
Það fellur á silfur þegar það kemst í
snertingu við súrefni og önnur efni.
Ef vel er um silfrið hugsað endist
það kynslóða á milli. Margir kvíða
því að taka upp silfrið því það getur
verið tímafrekt að hlúa að því svo
vel megi vera. Nokkur einföld ráð
má þó nota til að lágmarka þann
tíma sem fer í að fægja silfrið en ná
samt hámarksárangri.
Aldrei láta silfur komast í snert-
ingu við gúmmí: diskamottur,
teygjuefni og þvíumlíkt. I gúmmíi
eru súlfurefni sem hafa þau áhrif á
silfur að á það fellur.
Ekki láta ryðfrítt stál komast í
snertingu við fínna silfur, kerta-
stjaka eða silfurhúðuð föt og ílát.
Silfur skemmist við einfalda snert-
ingu og lætur á sjá.
Ekki láta mat liggja lengi á silfur-
fati og þá sérstaklega ekki egg, maj-
ónes eða sinnep þar sem þessar mat-
artegundir innihalda súlfur.
Ekki spara silfrið! Því meira sem
þú notar silfrið því minna fellur á
það. Engin ástæða er til að liggja á
silfrinu svo það megi varðveitast.
Að fægja silfur:
Silfrið þarf að þvo vel eftir notkun.
Best er að þrífa það í höndunum.
1. Fyllið vaskinn með soðnu, köldu
vatni og mildum uppþvottalegi.
2. Þvoið hvern hlut varlega í
höndum.
3. Notið mjúkan klút til að þurrka
silfrið. Þurrkið það vandlega.
4. Matt silfur skal nudda varlega
þangað til gljái fæst.
1. Berið silfurfægilög varlega á.
Notið lítið magn.
2. Notið beinar, mjúkar og var-
legar strokur með mjúkum klúti.
Ekki nota hringlaga strokur.
3. Notið mjúkan hreinan klút
til að taka efnið af. Þú gætir þurft
nokkra klúta til verksins.
að fægja silfrið?
UR&GULL
Plrdi • Mlðba* Hafnarf ja/ðar • Slmi: WS 4«M
Ilmurinn af lifandi jólatré er hluti
af jólunum og fallega skreytt jóla-
tré ber höfuð og herðar yfir annað
skraut á heimilinu. Þó að gervijóla-
trén séu falleg og skemmtileg þá
vilja margir hafa ekta tré og finnst
það ómissandi liður í jólahaldinu.
Það er ýmislegt sem gott er að hafa
i huga þegar kemur að meðferð jóla-
trjáa og hér koma nokkur góð ráð.
í.Ef ekki á að setja tréð upp í stof-
unni strax er gott ráð að vefja stofn-
inn inn í rakt handklæði og geyma
tréð á köldum stað en þó ekki úti ef
það er mikið frost.
2.Áður en farið er með tréð inn er
best að saga neðst af stofninum til
að losna við uppþornaða trjákvoðu.
Og því næst að setja það í stand með
vatni.
3-Best er að nota jólatrésstand
sem festir tréð úr fjórum áttum.
Þessir standar eru bestir þar sem
þeir passa nær öllum trjám.
4. Það er tilvalið að setja stofninn
í stóran plastpoka sem er brotinn
saman við standinn og falinn með
jólatrésdúk. Þegar kemur að því að
fara með tréð út eftir jólin er pokinn
einfaldlega togaður upp yfir tréð og
þannig verður íbúðin ekki öll í barr-
nálum við ferðalagið út á stétt.
5. Það er fallegt að setja jólatrés-
standinn í stóran pott þar sem stand-
arnir eru oft á tíðum ekki fagrir
ásýndum.
6. Það er nauðsynlegt að hafa
alltaf nóg af vatni í standinum fyrir
jólatréð. Nýhöggvin tré drekka nær
3 lítra af vatni á dag.
Jólaljósin
Það er gott að hafa það í huga
þegar ljósaserían er fest á trén að
greiða fyrst úr allri flækju. Síðan er
best að finna miðjuna á seríunni og
byrja efst á trénu og vinna sig niður.
Það er gott að setja ljósin fyrst laus-
lega á tréð og síðan þegar búið að
vefja tréð með seríunni er hægt að
festa ljósin endanlega. Þó að ljósin
eigi að loga alla jólanótt er mikil-
vægt að muna að taka ljósin úr sam-
bandi þegar farið er í háttinn til að
forðast slysahættu.
Pottþétt
jolagjof
RALPH LAUREN
Laugavegi 40 - Sími 561 1690