blaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 36

blaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 36
Topp tíu listi yfir væmnustu jólagjafir allra tíma Það getur verið höfuðverkur að finna góða gjöf handa þeim sem maður elskar. Ástina er erfitt að fanga og það getur verið vandi að tákna hana í einum hlut sem pakkað er inn í jólapappír. Oft er línan milli rómantískrar ástarjátn- ingar og bullandi væmni afar mjó en sumar gjafir fara heilan hring á skalanum og ná því að vera fyndnar og sætar eftir allt og það er aldrei að vita nema þær rati i hjartastað. Hér á eftir fara nokkur dæmi um væmnar ástarjátningar í jólapakkann. 1. Gjafabréfá tilfinningar... 1 bókabúðum er hægt að finna ávísana- hefti sem Ást er-per- sónurnar standa fyrir. Líka er hægt að gera heimalöguð ávísana- hefti sem eru mun persónulegri og fylla þær út að vild. Dæmi um tilfinningaút- tektir eru nudd og dekur, kossar og aðrar persónulegri athafnir á sviði ástarinnar. 2. Bækur með Besti kærastinn eða Besta kærastan í titlinum. Væmnustu bækur allra tíma eru án efa lítil rit sem eru uppfull af væmnum tilvitnunum og heil- ræðum á sviði ástarinnar. 3. Lykill að hjarta þínu. Þetta er ódýr og ein- staklega væmin gjöf fyrir alla þá sem vilja gefa ást sínaí jólagjöf. Umgjörðin skiptir hér miklu og hægt er að láta grafa í venjulegan lykil einhver væmin orð eins og: Þinn að eilífu eða þú átt lykilinn að hjarta mínu. 4. Aðgefa heiminn. Það er einstaklega væmið en skemmtilegt að gefa hnattlíkan í jólagjöf og að gjöfinni fylgi 1 áletrun eins og: Þú ert heimur- inn minn eða ég gef þér heim- inn eins og hann leggur sig. 5. Innrammaðar myndiraf þér sem teknar eru í stúdíói. Það er yfir strikið og sérlega hallærislegt að gefa stúdíótekna ljósmynd af sjálfum sér. Myndina skal setja í rómantískan ramma og með áletrun. Svart/hvítar myndir í soft- fókus þar sem þú horfir með fjar- rænt augnaráð út í bláinn og hugsar um ókomna framtíð með elskunni þinni er ekki hægt að toppa. Það er líka hægt að ganga lengra og leggjast nakinn á gæru sem gerir myndirnar meira spennandi og færa þær yfir línuna þar sem húmorinn á heima. 6. Gæludýrí jólapakkann. Litlir kettlingar og hvolpar með rauða slaufu um hálsinn. Það þarf ekki að segja meira. 7. Hjartalaga kon- fekt og ilmvatn. Klassískt en klisjukennt. Fyrir hug- myndasnauða sem aðhyll- ast væmnar jólagjafir. 8. Brostið hjarta sem erbúiðað láta grafa í. Þessi gjöf slær alltaf í gegn, hún toppar allt sem væ- mið er en er í senn nokkuð retro þannig að hún fer heilan hring. Það er ýmislegt sem hægt er að grafa í brostna hjartað en áletrun eins og nafn elskunnar þinnar + þitt nafn samasem sönn ást klikkar aldrei í þessum efnum. 9. Hjartanisti með Ijósmynd af þér og pláss fyrir mynd af þínum/þinni heittelskaða/elskuðu. Þessi gjöf býður hreinlega upp á vandamál í sambandi og langan aðskilnað. Upplagt fyrir þá sem eru í millilandasambandi og þá getur sá sem fær nistið haldið því í höndum sér og grátið saknaðartárum þegar þú ert hinum megin við hafið. 10. Bangsisem heldur á hjarta Á hjartanu stendur I love you eða eitthvað þaðan af væmnara á engilsaxnesku. Því stærri, þvi væmnari og þó því minni, því væmnari; ekki hægt að tapa. 11. Að gefa sjálfan sig Að vefja sjálfan sig í jólapappír og setja á sig stóra slaufu er gjöf sem allir geta gefið en það er ekki á færi allra að halda leikinn út. Þessi gjöf er bara smart ef þeir sem gefa sig gefa sig alla í leikinn. Og þó; kannski er þetta alltaf að- eins of væmið. NJála iifelrj di.'!: u:: iln -gullfalleg gjöf fyrír unnendur góöra Njála hefur skipaö sér sess sem ein af áhrifamestu og vinsælustu íslendingasögunum. Hún þykir afburða vel skrifuð og mannlýsingar hennar einstakar. í nær þúsund ár hafa Gunnar, Njáll, Bergþóra og Hallgerður lifað með þjóðinni og endurspeglaö mannlega reisn og breyskleika. m m o§ai mmmm I * J I ‘ » m 5TV5 Jóhannes Eiríksson setur hér fram hina fornu sögu á nýstárlegan hátt. Saman vekja nútímalegur texti og dramatískar Ijósmyndir Njálu til lífs á nýrri öld og hrífa lesendur með sér á vit hinnar marg- slungnu og æsispennandi örlagasögu sem snertir streng í brjósti flestra íslendinga. Jóhannes Eiríksson prentari er áhugaljósmyndari og mikill áhugamaöur um sögu íslands og fornsögurnar. Hann hefur m.a. fengist viö greinaskrif og Ijóöagerö. Skipholti 50c - 105Reykjavík - Sími: 552 1122 - Fax: 552 8122 - salka@salkaforlag.is S&llcSL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.