blaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 35

blaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 35
blaöið MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2006 3 5 Kalkúnn er víða á borðum um jólin. Því er nauðsynlegt að vita hvernig best er að matreiða hann og hvaða krydd er ómissandi við mat- reiðsluna. Pottagaldrar hafa fram- leitt sérstakt kalkúnakrydd sem auð- vitað verður að prófa. Kalkúnninn má vera af hvaða stærð sem er en steikingartíminn er 40-50 mínútur á kíló við i6o°C án blásturs. Fylgjast þarf með kalkún- inum i ofninum því að enginn ofn er eins. Gott er að þekja kalkúninn með álpappír á 2/3 hluta steiking- artímans en láta hann svo brúnast vel undir loki við hærri hita. í þætti Sigurður Hall á Stöð 2 gaf hann það ráð að þekja kalkúninn með gömlu hreinu viskustykki, vel vættu í bræddu smjöri, í stað þess að nota álpappírinn. Fylling • 400-500 g svínahakk • Brauðsneiðar úr hálfu grófu eða hvítu brauði • Handfylli af söxuðum sveskjum • 1 lítil dós apríkósur • 1/2 glas Kalkúnakrydd frá Pottagöldrum • 1-2 tsk. salt og 1-2 tsk. hvítur pipar Bleytið brauðsneiðarnar í vatni eða kjúklingasoði. Blandið hakk- inu saman við og bætið sveskjum og aprikósum (án safans) saman við. Þá er kryddblöndunni bætt í ásamt salti og pipar. Fyllið kjúklinginn með blöndunni og saumið fyrir. Ef þið eigið uppskrift að kalkúna- fyllingu, með eða án kjöts, er ein- dregið mælt með að nota kalkúna- kryddblöndu Pottagaldra sem inniheldur salvíu svo aðeins þarf að bæta við salti og pipar. Kalkúnagljái • 1-1 1/2 msk. Creola-kryddblanda Pottagaldra • 1/4 lítri appelsínudjús • 3 msk. limedjús eða sítrónusafi • 1 msk. dijon-sinnep • 3 msk. sojasósa • 50 g bráðið smjör • 2-3 msk. hunang Blandið öllu vel saman í skál. Nuddið salti og hvítum pipar vel á kalkúninn, penslið hann með gljá- anum og steikið síðan. Penslið af og til meðan á steikingu stendur. Himnesksósa Brúnið og steikið fóarnið úr kal- kúninum ásamt vængstubbunum. Kryddið með 1-2 tsk. af kalkúna- kryddinu og Creola-blöndunni ásamt salti, pipar og lárviðarlaufum á meðan á steikingu stendur. Hellið vatni út á og sjóðið í rúman klukku- tíma. Gjarnan má bæta kalkúna- eða kjúklingakrafti út í vatnið ásamt lauk, selleríi og gulrótum. Sjóðið í klukkutíma og síið. Þegar kal- kúninn er fullsteiktur er soð hans síað saman við sósusoðið og soðið áfram í 15 mínútur. Bætið restinni af gljáanum ásamt rjóma út í soðið og þykkið eftir smekk. Bragðbæta má sósuna með portvíni eða líkjör eða með rifsberjahlaupi, en gljáinn gerir sósuna sérlega góða. Perlan er vinsæll kostur þegar farið er á jólahlaðborð og þar er oftar en ekki fullsetið öll kvöld í desember. Fólk á það meira að segja til að panta borð ár fram í tímann, til að vera visst um að komast að. Gísli Thoroddsen, matreiðslumaður í Perlunni, segir að föstudags- og laugardagskvöld hafi orðið upp- bókuð snemma. „Helgarnar eru vin- sælastar og fara fyrst. Svo fáum við til okkar mikið af hópum þannig að staðurinn er fljótur að fyllast. Við byrjuðum að vera með jólahlaðborð árið 1995 en það var eitthvað sem við ætluðum ekki að gera. Við ætl- uðum að gera eitthvað öðruvísi en það gekk ekki upp þvi fólk vildi jóla- hlaðborð. Ef við værum ekki með jólahlaðborð þá væri ekkert að gera hjá okkur í desember enda tilheyrir þetta jólahaldinu." Fólk nýtur matarins Aðspurður af hverju fólk sækir stíft í jólahlaðborð hjá Perlunni segir Gísli að erfitt sé að segja til um það en þeir vandi til verka. „Auk þess erum við með einsetið en þá bókum við borðið bara einu sinni að kvöldi. Fólk kemur einmitt aftur og aftur því hjá okkur fær það frið til að borða í næði. Hjá sumum er það orðið að hefð að koma í Perl- una í jólahlaðborð en hlaðborðið hjá okkur er gríðarlega stórt og þar er mikið úrval. Það má segja að í rauninni komist enginn yfir það allt saman. Við breytum hlaðborð- inu aðeins á milli ára en þó ekki mikið því fólk vill sinn hrygg, gæs og hreindýr," segir Gísli og bætir við að fólk sé farið að kunna betur að hegða sér í jólahlaðborðum en áður. „Áður fyrr hrúguðu allir á diskana sína og helmingur matarins end- aði í ruslafötunni. f dag eru flestir menningarlegri, fara fleiri ferðir en fá sér minna í einu. Þá nýtur fólk matarins betur en áður.“ Áttu leið í bæinn? - stæði fýrir alla Á bíl í jólaösinni í miðborg Reykjavíkur. Hvað má bjóða þér? Miðastæði, stöðumæli eða bílahús. Viltu greiða með korti eða krónum, eða kannski gsm símanum þínum? Tímamiðar úr miðamælum gilda áfram þegar lagt er við stöðumæli innan sama gjaldsvæðis. Ótakmarkaðurtími býðst á stöðu- mælum í miðborginni. í desember verða bflahúsin opin klukkustund lengur en verslanir f miðborginni. Gleðilega aðventu! Reykjavíkurborg Bílastæðasjóður svo í borg sé leggjandi Nú er einnig hægt að greiða fyrir stæði við stöðu- og miða mæla í gegnum gsm-síma. Upplýsingar um skráningu á www.rvk.is/bilast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.