blaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 6
Óbærileg spenna! Einstök skemmtun! Sem fyrr er honum ekkert heilagt, engum er hlíít og ekkert stenst eitrað háðið. Líklega besta bók Flosa til þessa. Skemmtilegasta bók ársins! SKRUDDA Eyjarslóö 9 -101 R. - skrudda@akrudda.is Bókin á erindi við nútímann, hún er um efni sem skiptir máii og sem geta komið upp í náinni framtíð. Þýðing Ingunnar Ásdísardóttur er til fyrirmyndar. Hörkugóð bók sem ég mæli hiklaust með. - Gunnar Hersveinn, Lesbók Mbl. 2. des. Ný bók eftir Flosa Ólafsson eru tíðindi fyrir þá sem taka sjálfa sig og aðra ekki of hátíðlega. Á égaðgœta systur minnar? er virkilega áhrifarík saga... Þýðingin er prýðisvel unnin... Bók sem erfitt er að leggja frá sér eftir að lestur er einu sinni hafinn. - Súsanna Svavarsdóttir, Fréttablaðið 26. nóv. Glæsileg hestabók! Stórkostleg ljósmyndabók um íslenska hestinn. Bókin hefur fengið frábærar viðtökur og má enginn hestamaður láta hana fram hjá sér fara. Fæst einnig á ensku og þýsku. Hér er ekki vakin einföld spenna um spurningu eins og hver framdi glæp, heldur hvað sé glæpur ... Djúpskyggn átakasaga. - Hörður Bergmann, kistan.is MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2006 blaöiö INNLENT UMFERÐARSLYS Rannsóknir efldar Efla á Rannsóknarnefnd umferðarslysa á næsta ári til að leggja aukna áherslu á rann- sóknir alvarlegra slysa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samgönguráðuneytinu. Þegar hefur verið ráðinn nýr starfsmaður til nefndarinnar og mun hann hefja störf á næsta ári. Hingað til hefur aðeins maður séð um rannsóknir á vegum nefndarinnar en hlutverk hennar er að greina slys og koma í veg fyrir að þau endurtaki sig. Húsleit fyrr í sumar Húsleit hefur áður verið framkvæmd í félagshús- næði Fáfnis en þá tók eig- andi húsnæðisins myndir af lögreglumönnunum. Fáfnismaður segir leit í félagshúsnæði tengjast andláti Jóns: Húsleit hjá Fáfni ■ Lögreglan í hnífheldum vestum ■ Besti vinur mannsins í klúbbnum ■ Lögregla segir leit fíkniefnatengda Eftir Val Grettisson valur@bladid.net Lögreglan framkvæmdi húsleit í félagshúsnæði vélhjólaklúbbsins Fáfnis MC í miðbæ Reykjavíkur annan desember. Samkvæmt með- limi klúbbsins tengist leitin andláti Jóns Helgasonar sem lést í höndum lögreglu daginn áður. Meðlimur Fáfnis, Jón Trausti Lúthersson, var vinur Jóns. Hann var ekki í húsnæð- inu þegar leitin átti sér stað. Fáfn- ismaðurinn fullyrðir að lögreglan hafi viljað vita hvort vinir Jóns hygðu á hefndir gagnvart lögreglu. Jón var handtekinn á hóteli í lok nóvember en hann lést í kjölfar átaka við lögregluna. Málið er í rannsókn hjá ríkissaksóknara og er beðið eftir niðurstöðum úr krufn- ingu svo unnt verði að skera úr um banamein hans. Hörður Jóhannesson, yfirlögreglu- þjónn í Reykjavík, segir Fáfnismann- inn fara með fleipur og þvertekur fyrir að húsleitin tengist andláti Jóns. „ Ástæðan fyrir húsleitinni var sú að lögreglan handtók mann sem var með fíkniefni á sér og sagð- ist hafa fengið það í þessu húsnæði.“ Hann segir aðgerðir sérsveitarinnar ekki hafa verið frábrugðnar öðrum né stærri í sniðum en hún stóð fyrir húsleitinni. Einnig tekur hann fram að hvorki hafi fíkniefni fundist í hús- næðinu né tæki og tól til neyslu. Lögreglunni hafa borist hótanir undanfarið og hefur hún brugðist við þeim með því að klæðast hníf- heldum vestum, samkvæmt Karli Steinari Valssyni aðstoðaryfirlög- regluþjóni. Karl vill hvorki gefa upp hvernig hótanirnar bárust lögregl- unni né hvort einhver liggi undir grun vegna málsins. Sagt er að Fáfnir MC tengist vél- hjólaklúbbnum Vítisenglunum sem stendur fyrir skipulagðri glæpastarf- semi á Norðurlöndum. DV sagði árið 2004 frá handtöku manna sem tengdust Fáfni er þeir ætluðu að taka á móti meðlimum Vítisengl- anna í Leifsstöð. SamkvæmtFáfnismanninumsem rætt var við er mikil sorg og reiði á meðal vina mannsins. Aðspurður hvort þeir hafi hótað lögreglu eða hyggi á hefndir segist hann ekki vita til þess. Uppsagnir æðstu stjórnenda Reykjavíkurborgar: Yfirmenn flýja frá borginni Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Ef Vilhjálmur væri forstjóri hjá fyrirtæki þar sem 5 af 13 æðstu stjórnendum hefðu sagt upp á innan við hálfu ári, fyndist fólki það í lagi? Það er mikil blóðtaka fyrir borgina að missa allt þetta góða fólk sem sagt hefur upp störfum," segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Fyrir helgi sagði Gerður G. Óskarsdóttir, sviðsstjóri fræðslusviðs Reykja- víkurborgar, upp starfi sínu og er fimmti sviðsstjóri hjá Reykja- víkurborg sem hættir eftir að nýr meirihluti tók við. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segir þessar breyt- ingar hjá borginni vera svipaðar almennri þróun á vinnumark- aði. „Þetta eru nokkrir einstak- lingar sem hafa ákveðið að láta af starfi að eigin ósk og taka sér fyrir hendur ný viðfangsefni. Ég tel það ósköp eðlilegt enda hefur verið meiri hreyfing á vinnumark- aði nú á seinni árum,“ segir Vil- hjálmur. „Á seinni hluta síðasta Fagmennskan í stjórnsýslu borgarinnará undanhaldi Steinunn V. Óskarsdóttir borgarfulltrúi Samfylklngar kjörtímabils hættu líka nokkrir af æðstu embættismönnum borg- arinnar. Það má velta því fyrir sér hvers vegna menn höfðu ekki S/ samræmi við hreyfingu á almennum vinnumarkaði borgarstjóri ' áhyggjur af stöðunni þá.“ Allir starfsmennirnir hafa sagt upp störfum að eigin ósk. Hann segir að búið sé að ráða fólk í staðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.